Lykiltölur

2.618 m

EBITDA

1.143 m

Hagnaður

1.104 m

Handbært fé frá rekstri

15,0%

Arðsemi eigin fjár

Skýrsla stjórnar

Ársreikningur Skeljungs hf. hefur að geyma samstæðureikning Skeljungs hf. og dótturfélaga þess fyrir árið 2017 og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur í lögum um ársreikninga. Megintilgangur félagsins er innflutningur, sala og dreifing á olíu, en einnig smurolíu, efnavöru og áburði, svo og hverskonar viðskipti með aðrar vörur, bæði í smásölu og heildsölu. Félagið starfar á tveimur landfræðilegum mörkuðum, á Íslandi og í Færeyjum.

Innra eftirlit og áhættustýring

Árangursrík áhættustjórnun er mikilvægur þáttur í rekstri Skeljungs. Markmið félagsins er að stýra áhættu á skilvirkan hátt og tryggja meðvitund um gagnsæi áhættustýringar á öllum stigum, allt frá stjórn niður á einstaka starfsmenn. Áhættustýring félagsins miðast að því að áhætta sé í samræmi við áhættuvilja og stefnu félagsins og þannig stuðla að auknum stöðuleika og langtíma arðsemi.

Ársreikningur 2017

Afkoma félagsins var góð á árinu 2017. Félagið hagnaðist félagið um 1.143 millj. og var eiginfjárhlutfall um 37,5% í árslok. Á árinu voru gerðrar töluverðar breytingar á skipulagi og framkvæmdastjórn samstæðunnar sem var ætlað að tryggja betur samþættingu í starfsemi Skeljungs á Íslandi og í Færeyjum, auka skilvirkni í rekstrinum og styðja við sölu til erlendra skipa á N-Atlantshafssvæðinu. Þá var rekstur félagisns töluvert einfaldaður með fækka vörumerkjum félagsins og færa eldsneytirstöðvar sem reknar hafa verið undir vörumerki Skeljungs undir vörmerki Orkunnar. Samhliða breytingunum var starfsmönnum samstæðunnar fækkað um 29.