Ávarp stjórnarformanns

Jón Diðrik Jónsson

Stjórnarformaður

Í rekstri okkar er lögð áhersla á öryggismál, einfaldleika, fjármálalega festu og alhliða gæði í rekstrinum. Þá skipar þróun á vegferð og vöruframboði Skeljungs stöðugt meiri sess innan fyrirtækisins. Félagið hefur unnið eftir þeirri sýn að nýta þá uppsveiflu sem nú er í efnahagslífi á markaðssvæðum okkar til að byggja undir frekari þróun á starfseminni.

Ávarp forstjóra

Hendrik Egholm

Forstjóri

2017 var gott ár hjá Skeljungi. Bæði íslenska og færeyska hagkerfið standa styrkum fótum og neysla, jafnt á einstaklingsmarkaði sem á fyrirtækjamarkaði, fer vaxandi. Kjarnastarfsemi félagsins er öflug og skilaði félaginu góðri niðurstöðu ársins í ár og mun áfram gera næstu árin. Engum fær þó dulist að markaðurinn er að breytast, bæði með innkomu nýrra keppinauta og nýrra orkugjafa. Árið 2017 markaðist því af ýmsum aðgerðum og verkefnum sem hrundið var í framkvæmd til þess að styrkja enn frekar stöðu félagsins og byggja undir þau sóknarfæri sem við félaginu blasa.

002
An exception occurred: Invalid column name 'number'.

Framkvæmdastjórn

Hendrik Egholm

Forstjóri Skeljungs

Már Erlingsson

Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs

Benedikt Ólafsson

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Ingunn Agnes Kro

Framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs

Þórður Guðjónsson

Framkvæmdastjóri sölusviðs

Johnni Poulsen

Framkvæmdarstjóri Magn

Leif Hovgaard

Framkvæmdastjóri alþjóðasölu

Nefndir

Tilnefningarnefnd

Starfskjaranefnd

Endurskoðunarnefnd

Stjórnarháttayfirlýsing

Stjórn og stjórnendur Skeljungs leggja ríka áherslu á að í starfsemi félagsins séu góðir stjórnarhættir hafðir að leiðarljósi. Góðir stjórnarhættir eru að mati stjórnar og stjórnenda undirstaða bæði trausts og skilvirkni og treysta þannig samband allra haghafa.

Um Skeljung

Skeljungur er fjölorkufyrirtæki með langa og farsæla sögu. Skeljungur leitar sífellt nýrra leiða til að koma til móts við kröfur viðskiptavina með það að markmiði að auka virði, bæði til þeirra og hluthafa.

Skeljungur er fyrir þá sem ferðast og framkvæma.