Hlutverk

Hlutverk Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.

Meginverkefni Skeljungs er að hámarka virði og þægindi til viðskiptavina með ánægðu starfsfólki, þar sem öryggi og framþróun eru höfð að leiðarljósi.

Skeljungur – fyrir þá sem ferðast og framkvæma

 

 

Gildi

Gildi Skeljungs eru, áreiðanleiki, skilvirkni og atorka og taka þau mið af hlutverki og framtíðarsýn félagsins. Við sem ein liðsheild leggjum okkar að mörkum við að ná markmiðum félagsins.

Áreiðanleiki

Starfsfólk okkar er áreiðanlegt. Við ávinnum okkur traust viðskiptavina okkar með heiðarleika og stöðugleika í þjónustu. Höfuðáhersla er lögð á öryggi fólks og umhverfis.

Skilvirkni

Atorka og framtakssemi drífa okkur áfram. Við erum óhrædd við að prófa nýja hluti. Við leggjum okkur fram við að tryggja forystu Skeljungs.

Atorka

Atorka og framtakssemi drífur okkur áfram. við erum óhrædd við að prófa nýja hluti. Við leggjum okkur fram við um að tryggja forystu Skeljungs.

Starfsemi

Skeljungur hefur það að meginmarkmiði að þjónusta orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja hratt og örugglega í sátt við umhverfi sitt. Skeljungur selur eldsneyti og olíur til einstaklinga og fyrirtækja. Félagið starfar á tveimur landfræðilegum mörkuðum, á Íslandi og í Færeyjum. Vörur og þjónusta fyrirtækisins eru seld undir vörumerkjunum Magn, Skeljungur, Orkan og Orkan X.

Aðfangakeðja

Innflutningur

Skeljungur og Magn semja við erlenda birgja um kaup á olíu og öðrum vörum.

Birgðarstöðvar

Félagið starfrækir sex innflutningsbirgðastöðvar. Fjórar á Íslandi, í Reykjavík, Vestmannaeyjum, á Akureyrir og á Eskifirði, og tvær í Færeyjum, í Thorshavn og Klaksvik.

Dreifing

Eldsneyti er dreift frá birgðastöðvum á bensínstöðvar, söludælur og beint til viðskiptavina.

Afgreiðsla

Félagið afgreiðir eldsneyti á söludælur, til heimila (húshitun) og beint til fyrirtækja í sjávarútvegi, flugi, flutningum og ferðaþjónustu og til verktaka.

Dreifing

Eldsneytisdreifing Skeljungs sér um að koma eldsneyti til viðskiptavina á öruggan hátt. Dreifingin starfar eftir ströngum stöðlum og eftirliti. Olíubílar Skeljungs ferjuðu um 190 milljón lítra á síðasta ári og óku við það 1.300 þús. km. Olíubílar Magn ferjuðu um 108 milljón lítra á síðasta ári og óku við það 300 þús. km., enda flatarmál Íslands og Færeyja ólíkt.

Við færum þér orku

Skeljungur

Skeljungur dreifir eldsneyti til fyrirtækja sem ekki hafa tækifæri til að nálgast eldsneyti á afgreiðslustöðvum okkar, t.d. til sjávarútvegsins, flugfélaga og til verktaka á verkstaði. Viðskiptavinir Skeljungs geta treyst á 90 ára reynslu félagsins af því að afgreiða eldsneyti hratt og örugglega.

Orkan

Orkan hefur verið leiðandi afl á íslenskum eldsneytismarkaði þegar kemur að lágum verðum, allt frá stofnun Orkunnar árið 1994. Orkustöðvar eru um allt land og tryggja þannig lykilhöfum Orkulykilsins lágt verð hringinn í kringum landið. Hægt er að fá aukinn afslátt á ákveðinni afgreiðslustöð auk þess sem veittur er stigvaxandi afsláttur eftir keyptu magni. Viðskiptavinir Orkunnar geta einnig tengt Orkulykilinn sinn við ýmis góðgerðarmálefni og íþróttafélög og þannig látið gott af sér leiða í hvert sinn sem þeir taka eldsneyti. Á völdum Orkustöðvum geta umhverfisþenkjandi viðskiptavinir Orkunnar keypt metan eða rafmagn fyrir bifreiðar sínar og á árinu 2018 mun Orkan þar að auki opna tvær vetnisstöðvar.

Orkan X

X stöðvar Orkunnar bjóða einfaldlega enn lægra verð verð fyrir alla. Engar flækjur, bara lágt verð.

Magn

Magn er leiðandi í Færeyjum í sölu á eldsneyti til húshitunar, rekstri þægindavöruverslana og sölu á eldsneyti. Magn leggur áherslu á góða þjónustu og fjölbreytt vöruframboð.

Atvinnulífið

Skeljungur er leiðandi á eldsneytismarkaði og hefur það að meginmarkmiði að veita viðskiptavinum sínum hagkvæma og fjölbreytta valkosti í eldsneyti og tengdri þjónustu. Skeljungur leggur ríka áherslu á framúrskarandi þjónustu við íslenskt atvinnulíf.

Fyrir þá sem ferðast og framkvæma

Verktaktar

Skeljungur veitir verktökum hágæðaþjónustu. Sé pöntun lögð fram í tíma getur afgreiðsla á eldsneyti og smurolíum beint á farartæki og vinnuvélar, jafnan átt sér stað innan sama dags.

Landbúnaður

Til viðbótar við sölu á eldsneyti og smurolíum selur landbúnaðarþjónusta Skeljungs á Íslandi bændum og aðilum í landbúnaði rúlluplast, auk þess að selja framangreindum aðilum og öðrum landeigendum fjölkornaáburð undir vörumerkinu Sprettur.

Flutningar í lofti, á láði og legi

Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem hefur farið mjög ört vaxandi á Íslandi og í Færeyjum og það hefur áhrif á starfsemi Skeljungs. Skeljungur selur eldsneyti og þjónustu til flutninga í lofti, á láði og legi, þ.e. til skemmtiferðaskipta, flugfélaga, rútufyrirtækja, leigubíla o.s.frv. Í ört vaxandi umhverfi skiptir máli að geta afgreitt eldsneyti fljótt og örugglega.

Skipaþjónusta

Skeljungur og Magn þjónusta bæði innlend og erlend skip, í sjávarútvegi, flutningastarfsemi og ferðaþjónustu. Sala til erlendra skipa er vaxandi tekjustofn innan Skeljungs, sem hefur það samkeppnislega forskot að geta boðið upp á þjónusta sína á tveimur landfræðilegum mörkuðum – á Íslandi og í Færeyjum.

Matvæla- og iðnaðarhráefni

Skeljungur býður heildarlausnir í hráefnainnkaupum fyrir fyrirtæki í iðnaðarframleiðslu og fjölbreytt úrval hráefna til sölu af lager sem og til umboðssölu.

Húshitun

Í Færeyjum er mikill meirihluti fasteigna hitaður upp með olíu. Magn býður upp á alhliða þjónustu við heimili og fyrirtæki, þar sem viðskiptavinir þurfa einungis að skrá sig í viðskipti og Magn sér um það að halda húsunum heitum, án þess að aðhafast þurfi nokkuð frekar.

Mannauður

Mannauðurinn er mikilvægasti hlekkurinn í árangri fyrirtækisins. Þekking og verkkunnátta starfsfólks Skeljungs er lykilþáttur og kappkostar fyrirtækið að bjóða uppá margs konar fræðslu til að mæta þörfum sem flestra. Vandað er til vals á nýju starfsfólki, með tilliti til jafnréttisstefnu félagsins og áherslu á fjölbreytileika. Á árinu 2017 varð Skeljungur sjöunda íslenska fyrirtækið til að hljóta jafnlaunavottun Jafnréttisstofu.

Samfélagsleg ábyrgð

Skeljungur hefur markað sér stefnu í samfélagslegri ábyrgð sem byggir á fimm megin stoðum: Þær stoðir eru: mannauður, viðskiptavinurinn, samstarfsaðilar og birgjar, umhverfi og samfélag.

Mannauður

Viðskiptavinir

Samstarfsaðilar og birgjar

Umhverfi

Samfélag

Fjármál

Skeljungur er leiðandi í breytingum á markaði og er stöðugt að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Félagið einblínir á stöðugar umbætur í rekstri og er sérstök áhersla lögð á að lágmarka fjárbindingu í félaginu á hverjum tíma og hámarka skilvirkni í sölu og dreifingu.