Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Ársreikningur Skeljungs hf. hefur að geyma samstæðureikning Skeljungs hf. og dótturfélaga þess fyrir árið  2017 og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur í lögum um ársreikninga. Megintilgangur félagsins er innflutningur, sala og dreifing á olíu, en einnig smurolíu, efnavöru og áburði, svo og hverskonar viðskipti með aðrar vörur, bæði í smásölu og heildsölu. Félagið starfar á tveimur landfræðilegum mörkuðum, á Íslandi og í Færeyjum.

Heildartekjur samstæðunnar á árinu 2017 voru 55563633.3. millj. kr. (2016: 45911294.6. millj. kr.) og hagnaður nam 1143474.7. millj. kr. (2016: 1261729.3. millj. kr.). Samkvæmt efnahagsreikningi 31. desember 2017 námu eignir samstæðunnar 20999400.5. millj. kr. (2016: 18299117.3. millj. kr.) og skuldir 13118344.2. millj. kr. (2016: 11187088.9. millj. kr.). Eigið fé nam  7880923.3. millj. kr. (2016: 7112028.4. millj. kr.) og var eiginfjárhlutfall 37.5% (2016: 38.9%). Stöðugildi í lok árs voru 171 (2016: 198).

Á árinu voru gerðrar breytingar á skipulagi og framkvæmdastjórn samstæðunnar. Markmiðið með breytingunum var að tryggja betur samþættingu í starfsemi Skeljungs á Íslandi og í Færeyjum, auka skilvirkni í rekstrinum og styðja við sölu til erlendra skipa á N-Atlantshafssvæðinu.  Þá mun breytt skipulag gera æðstu stjórnendum betur kleift að vinna að sameiginlegum verkefnum og framþróun samstæðunnar. Hendrik Egholm var ráðinn nýr forstrjóri félagsins auk þess sem gerðar voru breytingar og fækkað var í framkvæmdastjórn félagsins. 

Liður í áætlunum  samstæðunnar um að eindfalda rekstur  var einnig að taka ákvörðun um að fækka vörumerkjum félagsins og færa níu eldsneytirstöðvar sem reknar hafa verið undir vörumerki Skeljungs undir vörmerki Orkunnar. Samhliða breytingunum var starfsmönnum samstæðunnar fækkað um 29.

Þann 31. mars var gengið frá samningum um endurfjármögnun á öllum vaxtaberandi lánum samstæðunnar við Bank Nordik, Betri banka og Arion banka. Markmiðið með lántökunni var að lækka fjármagnskostnað samstæðunnar og draga úr gjaldeyrisáhættu. Ný lán í Skeljungi voru að hluta til í dönskum krónum og er ætlað að verja hluta af virði dóttturfélags þess Magn sem er með danska krónu sem starfrækslugjaldmiðil. Samstæðan hefur því tekið upp áhættuvarnarreikningsskil frá því lánin komu til greiðslu. 

Hlutafé og samþykktir

Skráð hlutafé félagsins nam í árslok 2.152.031.847. Hlutafé félagsins er í einum flokki sem skráður er á Nasdaq og njóta allir hlutir sömu réttinda. Hlutafé í árslok skiptist á 1.403 hluthafa en þeir voru 1.906 í ársbyrjun. Tíu stærstu hluthafar félagsins eru í árslok: 

  
HluthafiNafnverð í hlutafjárm kr.Eignarhlutfall
Gildi - lífeyrissjóður1989,65%
Frjálsi lífeyrissjóðurinn1406,84%
Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deild1095,30%
Birta lífeyrissjóður1045,04%
Stefnir - Samval974,72%
Kvikabanki hf.964,67%
Stefnir - ÍS5844,09%
Stefnir - ÍS15813,95%
Festa - lífeyrissjóður773,75%
Stapi lífeyrissjóður703,43%

Atkvæðisrétti í Skeljungi hf. er þannig háttað að 1 kr. jafngildir 1 atkvæði. Þann 31. október 2017 var hlutafé félagins aukið að nafnvirði um 52 m.kr. til að uppfylla kaupréttarsamninga, en skráð hlutafé eftir hækkunina er um 2.152 m.kr.

Á hluthafafundi Skeljungs hf. þann 2. nóvember  var samþykkt viðbót við 8. gr. samþykkta félagsins, sem snýr að kaupum á eigin bréfum og var stjórn jafnframt veitt heimild til þess að kaupa, fram að næsta aðalfundi, hlutabréf í félaginu fyrir allt að 10% af hlutafé þess. Hámarks heimild til kaupa á eigin bréfum var takmörkuð við 700 m.kr. að markaðsvirði. Ákvörðunin var í samræmi við stefnu félagsins um fjármagnsskipan. Þann 7. nóvember tók svo stjórn félagsins ákvörðun um að nýta framangreinda heimild að fullu og hófst framkvæmd áætlunarinnar þann 8. nóvember. Þann 31.12.2017 hafði Skeljungur keypt um 75 milljón hluti eða um 3,48% af heildarhlutafé félagsins. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals um 531 m.kr. sem samsvarar 75,84% af samþykktri hámarks heimild. 

Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði út 500 m.kr. arður til hluthafa á árinu 2018 sem samsvarar til 43,7% af hagnaði ársins.

Stjórnarhættir

Stjórn og stjórnendur Skeljungs hf. leggja ríka áherslu á að í starfsemi félagsins séu góðir stjórnarhættir hafðir að leiðarljósi. Góðir stjórnarhættir eru að mati stjórnar og stjórnenda undirstaða bæði trausts og skilvirkni og treysta þannig samband allra haghafa félagsins. Félagið leitast við  að fylgja "Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja" útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, NASDAQ OMX Iceland og Samtökum atvinnulífsins (leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á vef Viðskiptaráðs Íslands www.vi.is.). Stjórnin hefur einnig sett sér starfreglur sem byggja að miklu leyti á ofangreindum leiðbeiningum og er meðal annars ætlað að skilgreina verksvið stjórnar og forstjóra frekar.

Skeljungur fylgir leiðbeiningum VÍ o.fl., til viðbótar við aðrar innri og ytri reglur um stjórnarhætti. Í stjórn Skeljungs hf. eru tvær konur og þrír karlar og uppfyllir félagið ákvæði laga um kynjahlutföll stjórnar félagsins.

Frekari upplýsingar um stjórn og stjórnarhætti er að finna í viðaukanum Stjórnarháttayfirlýsing sem fylgir ársreikningnum.

Ófjárhagsleg upplýsingagjöf

Skeljungur leggur áherslu á að sýna ábyrgð, sem þáttakandi í samfélaginu. Skeljungur hefur tekið saman yfirlit um upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að leggja mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-, félags- og starfsmannamál, auk þess að fjalla um stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og mútumálum. Yfirlitið er fylgiskjal með ársreikningnum

Yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Ársreikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS), eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótar kröfur sem koma fram í íslenskum lögum og reglum um ársreikninga félaga með skráð hlutabréf. Samkvæmt bestu vitneskju stjórnar og forstjóra er það álit stjórnar og forstjóra að ársreikningur samstæðunnar gefi glögga mynd af rekstrarafkomu á árinu 2017, eignum, skuldum og fjárhagsstöðu 31. desember 2017 og breytingu á handbæru fé á árinu 2017. Jafnframt er það álit stjórnar og forstjóra að ársreikningurinn gefi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri samstæðunnar og stöðu þess og lýsi helstu áhættuþáttum og óvissu sem félagið býr við.  Samkvæmt bestu vitneskju stjórnar og forstjóra er ársreikningur samstæðunnar í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur sem koma fram í íslenskum lögum og reglum um ársreikninga skráðra félaga.