Ávarp stjórnarformanns

Jón Diðrik Jónsson

Stjórnarformaður

Árið 2018 hefur verið farsælt í rekstri Skeljungs. Mjög góður gangur hefur verið í kjarnastarfssemi félagsins og er árið markað af þeim skipulagsbreytingum sem ráðist var í árið 2017. Þar var skipulag einfaldað þannig að öll ákvarðanataka er skilvirkari, samlegð og lærdómur næst milli eininga og kostnaður lækkar.

Ávarp forstjóra

Hendrik Egholm

Forstjóri

Árið 2018 var gott ár hjá Skeljungi og skilaði fyrirtækið methagnaði fyrir fjármagnsliði (EBITDA) og einnig met í heildarafkomu. Þessi jákvæða niðurstaða byggir á sterkri kjarnastarfsemi, bæði á Íslandi og í Færeyjum. Aukningin í sölu eldsneytis til skipa á Norður-Atlantshafssvæðinu jók enn á árangurinn. Ennfremur hafa skipulagsbreytingarnar og breytingar sem gerðar voru á rekstri félagsins á seinni hluta ársins 2017 og fram eftir árinu 2018 haft jákvæð áhrif með aukinni skilvirkni og samkeppnishæfni.

Stjórn

  • Jón Diðrik Jónsson

  • Birna Ósk Einarsdóttir

  • Gunn Ellefsen

  • Jens Meinhard Rasmussen

  • Baldur Már Helgason

Framkvæmdastjórn

Hendrik Egholm

Forstjóri Skeljungs

Már Erlingsson

Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs

Benedikt Ólafsson

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Ingunn Agnes Kro

Framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs

Þórður Guðjónsson

Framkvæmdastjóri sölusviðs

Johnni Poulsen

Framkvæmdarstjóri Magn

Leif Hovgaard

Framkvæmdastjóri alþjóðasölu

Nefndir

Tilnefningarnefnd

Starfskjaranefnd

Endurskoðunarnefnd

Stjórnarháttayfirlýsing

Stjórn og stjórnendur Skeljungs leggja ríka áherslu á að í starfsemi félagsins séu góðir stjórnarhættir hafðir að leiðarljósi. Góðir stjórnarhættir eru að mati stjórnar og stjórnenda undirstaða bæði trausts og skilvirkni og treysta þannig samband allra haghafa.

Um Skeljung

Skeljungur er fjölorkufyrirtæki með langa og farsæla sögu. Skeljungur leitar sífellt nýrra leiða til að koma til móts við kröfur viðskiptavina með það að markmiði að auka virði, bæði til þeirra og hluthafa.

Skeljungur er fyrir þá sem ferðast og framkvæma.