Lykiltölur

2.763 m

EBITDA

1.262 m

Hagnaður

2.052 m

Handbært fé frá rekstri

16,9%

Arðsemi eigin fjár

Skýrsla stjórnar

Á árinu 2016 hagnaðist félagið um 1.262 millj. og eiginfjárstaða þess er sterk í árslok. Samhliða öflugum rekstri leggur Stjórn og stjórnendur félagsins ríka áherslu á að í starfsemi félagsins séu góðir stjórnarhættir hafðir að leiðarljósi og að félagið sýni ábyrgð í öllum sínum gerðum og stuðli þannig að heilbrigðara atvinnulífi.

Innra eftirlit og áhættustýring

Árangursrík áhættustjórnun er mikilvægur þáttur í rekstri Skeljungs. Markmið félagsins er að stýra áhættu á skilvirkan hátt og tryggja meðvitund um gagnsæi áhættustýringar á öllum stigum, allt frá stjórn niður á einstaka starfsmenn. Áhættustýring félagsins miðast að því að áhætta sé í samræmi við áhættuvilja og stefnu félagsins og þannig stuðla að auknum stöðuleika og langtíma arðsemi.

Ársreikningur 2016

Skeljungi gekk vel á árinu 2016 og góður gangur var á nánast öllum sviðum rekstrarins. Tekjur jukust töluvert frá fyrra ári. Niðurstaða ársins er í takt við væntingar stjórnenda og efnahagur félagsins er áfram traustur.