Stjórn og skipulag

Ávarp stjórnarformanns

Jón Diðrik Jónsson

Stjórnarformaður

Árið 2016 var einkar viðburðaríkt hjá Skeljungi og Magn. Segja má að árið hafi markað ákveðin þáttaskil í rekstri og skipulagi félaganna.
Sá góði árangur sem náðist á árinu byggði á góðri vinnu og sterkum innviðum. Starfsfólk, stjórn og fjárfestar geta verið afar stolt af þeim árangri. Hagkerfið á Íslandi og í Færeyjum reyndist okkur jafnframt afar hagfellt sem styrkti rekstrarstoðir félaganna enn frekar.

Ávarp forstjóra Skeljungs

Valgeir Baldursson

Forstjóri

Niðurstaða ársins 2016 er ánægjuleg og sýnir að þær stefnu áherslur sem við höfum verið að innleiða undanfarin ár eru að skila árangri.
Árið var í senn metár í rekstri Skeljungs og viðburðaríkt þar sem hæst bar töku hlutabréfa í Skeljungi til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland en undirbúningur hennar litaði óhjákvæmilega starfsemina á árinu. Stóraukin sala til erlendra aðila, aukin markaðshlutdeild og umsvif voru einkennandi fyrir árið. Kröftugur hagvöxtur er á báðum mörkuðum félagsins og spár um framtíðarhorfur jákvæðar.
Við lítum björtum augum fram á veginn bæði hér heima og í Færeyjum og byggjum á sterkum grunnrekstri sem við höfum þó tækifæri til að bæta enn frekar.

Ávarp forstjóra Magn

Hendrik Egholm

Forstjóri Magn

Árið 2016 var mjög árangursríkt ár hjá Magn. Þrátt fyrir að samkeppnin í Færeyjum og á alþjóðlegum mörkuðum hafi verið áskorun, þá var afkoma okkar sú besta í sögu starfseminnar.
Allar rekstrareiningar og svið innan skipulagsheildarinnar stóðu sig vel á bæði fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði.

003
An exception occurred: Invalid column name 'number'.

Framkvæmdastjórn

Valgeir M. Baldursson

Forstjóri

Benedikt Ólafsson

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Ingunn Agnes Kro

Lögfræðingur

Ingunn Elín Sveinsdóttir

Framkvæmdastjóri einstaklingssviðs

Már Erlingsson

Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs

Sigurður Orri Jónsson

Framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs

Hendrik Egholm

Forstjóri Magn

Johnni Poulsen

Fjármálastjóri Magn

Nefndir

Tilnefningarnefnd

Starfskjaranefnd

Endurskoðunarnefnd

Stjórnarháttayfirlýsing

Stjórn og stjórnendur Skeljungs leggja ríka áherslu á að í starfsemi félagsins séu góðir stjórnarhættir hafðir að leiðarljósi. Góðir stjórnarhættir eru að mati stjórnar og stjórnenda undirstaða bæði trausts og skilvirkni og treysta þannig samband allra haghafa.

Um Skeljung

Skeljungur er fjölorkufyrirtæki með langa og farsæla sögu. Skeljungur leitar sífellt nýrra leiða til að koma til móts við kröfur viðskiptavina með það að markmiði að auka virði, bæði til þeirra og hluthafa.

Skeljungur er fyrir þá sem ferðast og framkvæma.