Hlutverk

Hlutverk Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.

Meginverkefni Skeljungs er að hámarka virði og þægindi til viðskiptavina með ánægðu starfsfólki, þar sem öryggi og framþróun eru höfð að leiðarljósi.

Skeljungur – fyrir þá sem ferðast og framkvæma

 

 

Gildi

Gildi Skeljungs eru, Áreiðanleiki, Skilvirkni og Atorka og taka þau mið af hlutverki og framtíðarsýn félagsins. Við sem ein liðsheild leggjum okkar að mörkum við að ná markmiðum félagsins.

Áreiðanleiki

Það er stöðugleiki í þjónustu okkar og við ávinnum okkur traust með heiðarleika og gæðum. Höfuðáhersla er lögð á öryggi fólks og umhverfis.

Skilvirkni

Skilvirkni og hagsýni einkennir alla okkar starfsemi. Við vinnum að umbótum til virðisaukningar fyrir alla hagaðila.

Atorka

Atorka og framtakssemi drífur okkur áfram, við erum óhrædd við að prófa nýja hluti. Við leggjum okkur fram við um að tryggja forystu Skeljungs.

Starfsemi

Skeljungur hefur það að meginmarkmiði að þjónusta orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja hratt og örugglega í sátt við umhverfi sitt. Skeljungur selur eldsneyti og olíur til einstaklinga og fyrirtækja. Félagið starfar á tveimur landfræðilegum mörkuðum, á Íslandi og í Færeyjum. Vörur og þjónusta fyrirtækisins eru seld undir vörumerkjunum Magn, Skeljungur, Orkan og Orkan X.

Aðfangakeðja

Innflutningur

Skeljungur og Magn semja við erlendan birgja um kaup og innflutning á olíu a.m.k. til eins árs í senn.

Birgðarstöðvar

Sex birgðastöðvar (Reykjavík, Vestmannaeyjar, Akureyri, Eskifjörður, Thorshavn og Klaksvik)

Dreifing

Dreifing eldsneytis frá birgðastöðvum á bensínstöðvar, söludælur og beint til viðskiptavina.

Afgreiðsla

Afgreiðsla á bensínstöðvar, söludælur, heimili (húshitun) og beint til fyrirtækja í sjávarútvegi, flug-, flutninga, ferða- og verktakaþjónustu.

Dreifing

Eldsneytisdreifing Skeljungs sér um að koma eldsneyti til viðskiptavina á öruggan hátt. Dreifingin starfar eftir ströngum stöðlum og eftirliti. Olíubílar Skeljungs ferjuðu um 170 milljón lítra á síðasta ári og keyrðu 1.200 þús. km.

Við færum þér orku

Skeljungur

Á stöðvum Skeljungs tekur starfsfólk okkar vel á móti fólki á ferðinni, hvernig sem viðrar og hvert sem förinni er heitið. Þar þjónustum við á verði sjálfsafgreiðslu og bjóðum upp á Premium – Betra Bensín.

Orkan

Orkan hefur leitt samkeppnina frá stofnun. Orkustöðvar eru um allt land og tryggja lykilhöfum lægsta verðið með stigvaxandi afslætti hringinn í kringum landið.

Orkan X

Orkan X býður einfaldlega lágt verð fyrir alla. X- stöðvar Orkunnar eru valkostur þar sem boðið er upp á enn lægra verð á eldsneyti á völdum stöðvum með lágmarks yfirbyggingu.

Magn

Leiðandi í sölu á eldsneyti og þjónustu til húshitunar, rekstri þægindavöruverslana og sölu á eldsneyti. Magn leggur áherslu á góða þjónustu og fjölbreytt vöruframboð.

Atvinnulífið

Skeljungur er leiðandi á eldsneytismarkaði og hefur það að meginmarkmiði að veita viðskiptavinum sínum hagkvæma og fjölbreytta valkosti í eldsneyti og tengdri þjónustu. Skeljungur leggur ríka áherslu á framúrskarandi þjónustu við íslenskt atvinnulíf.

Fyrir þá sem ferðast og framkvæma

Ferðaþjónusta

Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem hefur farið mjörg ört vaxandi og það hefur áhrif á starfssemi Skeljungs. Í ört vaxandi umhverfi skipti máli að geta afgreitt eldsneyti fljótt og örugglega.

Landbúnaður

Landbúnaðarþjónusta Skeljungs sinnir alhliða þjónustu til bænda og aðila í landbúnaði með sölu á fjölkornaáburði undir vörumerkinu Sprettur ásamt rúlluplasti.

Skipaþjónusta

Skipaþjónusta Skeljung veitir alhliða þjónustu til viðskiptavina félagsins í sjávarútvegi, útgerð og vinnslu.

Verktakta- og flutningsþjónusta

Skeljungur veitir alhliða þjónustu til verkaka- og flutningsaðila og dreifir eldsneyti og smurolíu beint á farartæki, vinnuvélar og iðnaðarvélar.

Matvæla- og iðnaðarhráefni

Skeljungur býður heildarlausnir í hráefnainnkaupum fyrir fyrirtæki í iðnaðarframleiðslu og fjölbreytt úrval hráefna til sölu af lager sem og til umboðssölu.

Flugþjónusta

Flugþjónusta Skeljungs selur bæði þotueldsneyti og flugbensín, sem er ætlað fyrir stærri og minni vélar í flugrekstri. Skeljungur veitir einnig þjónustu á flestum stærri flugvöllum landsins.

Mannauður

Mannauðurinn er mikilvægasti hlekkurinn í árangri fyrirtækisins. Starfsþróun og þekking hjá starfsfólki Skeljungs er lykilþáttur og kappkostar fyrirtækið að bjóða uppá margs konar fræðslu til að mæta þörfum sem flestra. Vandað er til vals á nýju starfsfólki og mikið kapp lagt á að taka vel á móti nýju fólki. Jafnrétti er í hvítvetna haft að leiðarljósi.

Samfélagsábyrgð

Skeljungur hefur markað sér stefnu í samfélagslegri ábyrgð sem byggir á fimm megin stoðum: Þær stoðir eru: Mannauður, Viðskiptavinurinn, Samstarfsaðilar og birgjar, Umhverfi og Samfélag.

Mannauður

Viðskiptavinir

Samstarfsaðilar og birgjar

Umhverfi

Samfélag

Fjármál

In our operations we are focused on safety, simplicity, financial discipline and overall quality. In addition development, ranging from strategy to product offering development, constantly plays a bigger role within the Company.