Stefna um samfélagsábyrgð

Skeljungur er fjölorkufélag með langa og farsæla sögu sem mætir orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman hátt í sátt við umhverfið. Með stefnu um samfélagsábyrgð leitast Skeljungur við að flétta efnahags-, samfélags- og umhverfismál við almenna starfshætti félagsins. Skeljungur vill með þeim hætti tryggja ávinning af sínum rekstri fyrir alla haghafa.


Skeljungur leitast við að vera traustur þáttakandi í samfélaginu sem sýnir ábyrga hegðun gagnvart nærsamfélaginu með gegnsæi í allri sinni upplýsingagjöf.

Skeljungur hefur sett sér sérstaka samskiptastefnu með það að markmiði að tryggja skilvirk samskipti við alla haghafa, þ.m.t. viðskiptavini, starfsfólk, markaðsaðila, fjárfesta og fjölmiðla. 

Hér má nálgast stefnu um samfélagsábyrgð Skeljungs

 

          Samfélagsábyrgðarstefna Skeljungs byggir á fimm meginstoðum:

a. Mannauður
Markmið Skeljungs er að mannauður félagsins sé skipaður ánægðu og hæfu starfsfólki sem býr yfir færni og þekkingu til að takast á við störf sín með skýrum ferlum og öguðum vinnubrögðum. Starfsfólk Skeljungs tekur þátt í að móta og bæta starfsemina og starfar í anda jafnræðis og jafnréttis.

Skeljungur hefur sett sér sérstaka starfsmannastefnu er snýr að starfsánægju, fræðslu, heilsufari og fjölbreytileika. Jafnframt hefur félagið sett sér stefnu í jafnréttis- og eineltismálum og persónuverndarstefnu.

Hér má nálgast starfsmannastefnu Skeljungs

b.Viðskiptavinir
Með skilvirkni, áreiðanleika og atorku að leiðarljósi hefur Skeljungur byggt upp sterka innviði og trausta liðsheild þar sem þjónusta við viðskiptavini er í fyrirrúmi.

Skeljungur leggur áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum upp á skýra valkosti og góða þjónustu. Skeljungur sýnir viðskiptavinum sínum virðingu og traust. Hjá Skeljungi hlustum við á viðskiptavininn og viljum af honum læra. Okkar einkunnarorð eru að það á að vera einfalt og þægilegt að eiga viðskipti við Skeljung.

Til nánari útfærslu hefur Skeljungur sett sér viðskipta- og siðareglur þar sem meðal annars er komið nánar inn á heiðarleika í viðskiptum, samskipti við viðskiptavini, samkeppni og hagsmunaárekstra. Einnig hefur Skeljungur, í samræmi við staðal um samfélagslega ábyrgð, sett sér stefnu gegn spillingar- og mútumálum og stefnu um persónuvernd

Hér má nálgast viðskipta- og siðareglur Skeljungs

c.Samstarfsaðilar og birgjar
Skeljungur hefur sanngirni að leiðarljósi í samskiptum við samstarfsaðila og birgja fyrirtækisins og leggjum áherslu á að báðir aðilar njóti góðs af samstarfinu. Skeljungur gerir ráð fyrir að samstarfsaðilar fyrirtækisins deili með því grundvallarsjónarmiðum og hefur það áhrif á val félagsins á samstarfsaðilum

d.Umhverfi
Skeljungur vinnur á kerfisbundinn hátt að málum sem snerta hollustuhætti, öryggi og umhverfisvernd. Skeljungur og starfsfólk Skeljungs stefnir að stöðugt bættum árangri á þessu sviði. Félagið leggur ríka áherslu á að allar lagalegar skyldur hvað þessi mál varðar séu uppfylltar.

Skeljungur býður viðskiptavinum upp á umhverfisvæna valkosti og takmarkar eins og hægt er áhrif starfseminnar á umhverfið.

Skeljungur hefur sett sér sérstakar stefnur um umhverfismál og um öryggis- og gæðamál, sem tengjast umhverfismálum beint í þeirri starfsemi sem Skeljungur er í.

Hér má nálgast umhverfisstefnu Skeljungs

Hér má nálgast öryggisstefnu Skeljungs

Hér má nálgast gæðastefnu Skeljungs

e.Samfélag
Skeljungur lítur það á sem skyldu sína gagnvart samfélaginu að takmarka eins og mögulegt er neikvætt fótspor félagsins. Á sama tíma leitast félagið við að hámarka jákvæð áhrif sín til samfélagsins og skapa þannig sameiginlegt virði fyrir fyrirtækið sjálft, samfélagið og umhverfið. Eitt brýnasta samfélagsverkefni þessarar kynslóðar er loftslagsvandinn. Skeljungur hefur því afmarkað sýn sína í samfélagsábyrgðarmálum við málefni er snúa beint að loftlagsmálum og mun beina öllum kröftum sínum þangað.

Hér er hægt að nálgast stefnu um samfélagsábyrgð Skeljungs


Styrktarstefna

Markaðsdeild fer með umsjón styrktarumsókna og styrkveitinga sem berast félaginu og tekur afstöðu til þeirra að vel ígrunduðu máli. Skeljungur leitast  við að finna frumlegar leiðir til að ná fram jákvæðum breytingum í loftslags- og umhverfismálum í gegnum styrki félagsins.  

Félagið leitast til að þeir fjármunir sem fara til styrktarmála styðji við hlutverk og stefnu félagsins.

Framtíðarsýn

Á árinu 2018 hófst vinna að endurbótum á stefnu félagsins um samfélagsábyrgð, með það

að leiðarljósi að takmarka eins og unnt væri neikvætt fótspor Skeljungs. Þungamiðja stefnu félagsins um samfélagsábyrgð snýr nú að loftslags- og umhverfismálum en það er þáttur sem snertir alla. Við trúum því að hnitmiðuð stefna muni leiða af sér verulegan árangur í þeim verkefnum sem við beitum okkur fyrir.

Tvö stór verkefni voru gangsett út frá þessari stefnumótun:

Endurheimt votlendis – Votlendissjóðurinn. 
Verkefnið hlaut góðar móttökur á einstaklingsmarkaði og hafa nú ári síðar tæplega 6.400 viðskiptavinir skráð sig í kolefnisjöfnuð viðskipti. Unnið er að því að færa valkostinn á fyrirtækjasvið og auðvelda þannig fyrirtækjum í viðskiptum við Skeljung að sýna af sér samfélagsábyrgð og kolefnisjafna á auðveldan máta eldsneytiskaup sín við félagið.

Fjölorkustöðvar Orkunnar: 
Á árinu 2018 opnaði Skeljungur tvær vetnisstöðvar til viðbótar við starfrækta metanstöð og sjö rafmagnshlöður. Á árinu 2019 höfum við verið að uppfæra rafhleðslustöðvar og færa inn hlöður með þrisvar sinnum hraðari

Skeljungur er aðili að

 

 

 

 

 

Skeljungur á ekki fulltrúa í stjórnum eða nefndum á vegum þessara verkefna og greiðir ekki til þessara félaga umfram hefðbundið félagsgjald.

Votlendissjóður

 

Endurheimt votlendis – Votlendissjóðurinn:

Skeljungur er einn aðalbakhjarl Votlendissjóðsins sem komið var á laggirnar á árinu 2018. Sjóðurinn er samfélagslegt verkefni sem hefur það hlutverk að vinna að endurheimt votlendis í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitafélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Tveir þriðju af allri þekktri losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi koma frá framræstu votlendi. Af framræstu votlendi er hins vegar einungis um 15% í notkun. Með því að endurheimta votlendið, sem gert er með því að fylla upp í skurði, stöðvum við losun gróðurhúsalofttegundanna nær samstundis. Hér er um að ræða einfalda, ódýra og mjög áhrifaríka leið til þess að draga úr losun koltvísýrings. Leið sem viðurkennd er af milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.

Hér getur unnist stórsigur þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Skeljungur kolefnisjafnar allan rekstur félagsins. Skeljungur er auk þess að innleiða valmöguleika fyrir viðskiptavini sína til þess að kolefnisjafna eldsneytiskaup sín hjá félaginu í gegnum Orku-lykla og kort. Með þessum aðgerðum leitast Skeljungur við að efla umhverfisvitund og auðvelda aðgerðir einstaklinga til þess að hafa bein áhrif á umhverfis- og loftslagsmál.

Fjölorka til framtíðar

Fjölorkustöðvar Orkunnar: Skeljungur rekur þrjár vetnisstöðvar til viðbótar við starfrækta metanstöð og tíu rafmagnshlöður. Orkuskiptin eru þannig beinn hluti af rekstri félagsins.

Árið 1999 gerðist móðurfyrirtækið Shell International, fyrir milligöngu Skeljungs, stofnaðili að nýju félagi sem hafði að markmiði að auka notkun vetnis sem eldsneytis á Íslandi. Þessi samvinna leiddi til þess að árið 2003 var gangsett fyrsta vetnisstöðin í heiminum sem starfrækt er á almennri bensínstöð en henni var valinn staður á stöð Skeljungs við Vesturlandsveg.

Vetnið er lykilþáttur þegar kemur að orkuskiptunum. Í fyrsta lagi þegar litið er til nýtingar á náttúruauðlindum okkar og til orkukerfisins í heild sinni. Síaukin áhersla er lögð á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum, svo sem vind-, vatns- og sólarorku. Tímasetningu framleiðslunnar verður hins vegar ekki stjórnað af manninum, þar sem hún ræðst af náttúruöflunum. Í ofanálag fer ekki endilega saman sá tími sem framleiðsla á sér stað og sá tími þegar þörf er fyrir notkun orkunnar. Til að mynda þegar vindur blæs að nóttu til. Vegna þessa skapast í heiminum gífurleg þörf fyrir geymslu á raforku. Sérfræðingar hafa komist að raun um að heppilegt sé að geyma raforkuna í formi vetnis frekar en til að mynda á batteríum.
Vetni er þannig geymsla á endurnýjanlegri orku, sem ella hefði farið til spillis. Hérlendis geta raforkuframleiðendur þannig nýtt næturnar til framleiðslu á vetni, sem síðan er notað í samgöngum. Þannig náum við betri nýtingu náttúruauðlindanna og þurfum síður að taka fleiri þeirra undir virkjanir til að mæta orkuþörf framtíðarinnar.

Í öðru lagi þá er drægi vetnisbifreiða mun lengra en rafbíla og vetnisbifreiðar þarf ekki að hlaða, heldur er fyllt á þær á 3-5 mínútum á vetnisstöðvum. Vetnisbifreiðar gera því þeim sem þurfa að aka lengri vegalengdir eða í lengri tíma í senn og þeim sem ekki hafa öruggt aðgengi að hleðslu kleift að skipta yfir á umhverfisvæna bifreið. Vetnið léttir þannig einnig á þeirri gríðarlegu þörf fyrir stóraukna rafmagnsinnviði sem fylgir rafbílunum.

Vetni er algjörlega umhverfisvænn orkugjafi. Vetnisbifreiðar losa engar gróðurhúsalofttegundir. Eini útblástur vetnisbifreiða er hreint vatn.

Bleika slaufan

Bleika slaufan er verkefni Krabbameinsfélags Íslands sem lýtur að því að auka stuðning, fræðslu og ráðgjöf til þeirra er greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Við erum stolt af tólf ára farsælu samstarfi við þetta verðuga málefni. Í gegnum árin höfum við safnað yfir 11 milljónum króna til handa Bleiku slaufunni.

Í október 2019 safnaðist rúmlega ein milljón króna með bleikum Ofurdegi sem Orkan stóð fyrir, þar sem 2 kr. af hverjum seldum lítra þann sama dag rann til átaks Bleiku slaufunnar. Orkan vill koma á framfæri þökkum til viðskiptavina fyrir þátttökuna í þessu verðuga átaki.

Orkumótið 

Orkumótið í Eyjum er árlegt knattspyrnumót 6. flokks drengja. Verkefnið er samstarfsverkefni á milli Skeljungs og ÍBV og hefur samstarfið varað frá árinu 1991. Á árunum 1991 til ársins 2015 bar mótið heitið Shell mótið, árið 2015 var svo fyrsta árið undir heitinu Orkumótið.

Mótið er haldið í lok júní ár hvert og stendur yfir frá miðvikudegi til sunnudags.

Vel yfir 100 lið keppa á mótinu ár hvert og leggja undir sig hvern grænan blett Heimaeyjar á meðan á mótinu stendur.

 

Markmið og úrbætur

Skeljungur hefur sett sér fjögur markmið í samfélagsábyrgð fyrir árið 2019. Markmiðin eru bæði sett til lengri og skemmri tíma. Við val á markmiðum og úrbótaverkefnum þeim tengdum var horft til eðlis fyrirtækisins og stefnu þess heimsmarkmiðanna og áherslna stjórnvalda þeim tengdum

 Markmið 1

  Skeljungur hefur sett sér markmið um að minnka eldsneytisnotkun félagsins um 10% fyrir árið 2025.

 Eldsneytisnotkun hjá Skeljungi stóð í stað á milli áranna 2018 og 2019 þrátt fyrir aukin umsvif hjá félaginu á árinu 2019. Þetta er meðal annars vegna endurnýjunar á flota olíubifreiða og umbóta í dreifikerfi.

Hlutfall endurnýjanlegrar orku í rekstrinum var 62,9% samanborið við 63% árið áður og var helsti orkugjafinn jarðvarmi.

 

Markmið 2

Það er markmið Skeljungs að starfsemin sé slysalaus og að engin fjarveruslys eigi sér stað í rekstri félagsins.

Markmiðið náðist ekki á árinu en tvö fjarveruslys með samtals 15 daga fjarveru urðu á starfsfólki á árinu 2019, bæði slysin voru talin smávægileg. Til samanburðar voru engin fjarveruslys á starfsfólki á árinu 2018.

 

Markmið 3

Það er markmið Skeljungs að engin umhverfistjón eigi sér stað í rekstri félagsins.

Á árinu 2019 framkvæmdu starfsmenn Skeljungs 28.508 afgreiðslur með bifreiðum, olíupramma og beint úr olíubirgðastöð. Tíu lekatilvik voru skráð á árinu 2019 . Öll lekatilvikin á árinu voru skilgreind sem minniháttar og ekkert þeirra sem umhverfistjón þar sem ekki var um mengaðan jarðveg að ræða í neinu tilvikanna.

Átta tilvik voru á ábyrgð Skeljungs, fimm vegna bilunar í búnaði og tvö þar sem verklagi var ekki fylgt. Eitt tilvik var á ábyrgð viðskiptavinar og annað verktaka

 

Markmið 4

Skeljungur hefur sett sér markmið um að kynjaskiptur launamunur fari ekki yfir 3%.

Markmiðið náðist ekki árinu 2019 og var óútskýrður launamunur kynjanna 4,2%, karlmönnum í hag. Á árinu 2018 reyndist óútskýrður launamunur kynjanna 0,8%, karlmönnum í hag.

Skeljungur hlaut endurvottun í jafnlaunavottuninni á árinu 2020 og mældist launamunur milli kynjanna þá 0,7

 

Heimsmarkmið

 

   

     

Skeljungur ætlar að fylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna með markvissum hætti í starfsemi sinni. Lögð verður áhersla á fjögur af markmiðunum: markmið 7 um sjálfbæra Orku, markmið 13 um aðgerðir í loftslagsmálum, markið 14 um líf í vatni og markmið 15 um líf á landi. Markmiðin sem félagið hefur valið tengjast öll starfsemi félagsins og því getur vinna félagsins að þeim hámarkað jákvæð áhrif þess á umhverfið.