Umhverfi

Skeljungur vinnur á kerfisbundinn hátt að málum sem snerta hollustuhætti, öryggi og umhverfisvernd. Skeljungur og starfsfólk Skeljungs stefnir að stöðugt bættum árangri á þessu sviði. Félagið leggur ríka áherslu á að allar lagalegar skyldur hvað þessi mál varðar séu uppfylltar. Skeljungur býður viðskiptavinum upp á umhverfisvæna valkosti og takmarkar eins og hægt er áhrif starfseminnar á umhverfið.

Árið 2018 hóf Skeljungur vinnu að endurbótum á samfélagsábyrgðarstefnu félagsins, Stefnunni er ætlað að takmarka eins og unnt er neikvætt fótspor Skeljungs. Félagið leggur áherslu á loftslags- og umhverfismál, en það er þáttur sem snertir alla.  

Það er markmið Skeljungs að engin umhverfistjón eigi sér stað í rekstri félagsins. Mest hætta er á umhverfistjóni við olíuafgreiðslur. Skýrir ferlar eru til staðar við slík störf sem ætlað er að draga úr áhættu á umhverfistjónum. Skeljungur bregst við án tafar valdi félagið því að olía fer út í umhverfið, mótvægisaðgerðir eru framkvæmdar og yfirvöldum og þeim er málið varðar veittar allar upplýsingar um málið.

Skeljungur kolefnisjafnaði rekstur sinn á árinu 2018 og 2019 í gegnum Votlendissjóðinn. Losun koltvísýrings á árinu 2018 voru 1.632 tonn. samanborið við 1.533 tonn árið 2019 sem er 4% minnkun á milli ára. Þá hefur félagið gengið frá skuldbindingu um að kolefnisjafna allan rekstur Skeljungs árið 2020.

Á árinu 2018 hófust not Skeljungs á olíupramma til afgreiðslu eldsneytis til skipa. Með notkun prammans, sem rúmar verulegt magn í hverri ferð, tókst félaginu að fækka ferðum olíubifreiða um borgina um u.þ.b. þrjár bílferðir dag hvern, eða um 1.100 ferðir á árinu 2019 eða samtals u.þ.b. 2.200 ferðir á árunum 2018 og 2019.

Á árinu 2019 fjárfesti Skeljungur í sjálfbærni fyrir 37.919.940 krónur samanborið við 261.803.024 krónur á árinu 2018. Um var að ræða að meginstefnu fjárfestingu í vetnisstöðvum (32.700.000 kr.) og auknu plássi fyrir metangas (5.219.940 kr.)

Munur á milli ára ræðst helst af stórri fjárfestingu vegna opnun vetnisstöðvanna árið 2018.

Nánar er fjallað um vetnisstöðvarnar í kaflanum hér að neðan um samfélagið.

Skeljungur skrifaði á árinu 2019 undir loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar.

Skeljungur hefur sett sér markmið um að minnka eldsneytisnotkun félagsins um 10% fyrir árið 2025. Eldsneytisnotkun hjá Skeljungi minnkaði um 3,7%. á árinu 2019 þrátt fyrir aukin umsvif hjá félaginu. Þetta er meðal annars vegna endurnýjunar á flota olíubifreiða og umbóta í dreifikerfi. Hlutfall endurnýjanlegrar orku í rekstrinum var 62,1% samanborið við 63% árið áður og var helsti orkugjafinn jarðvarmi.

 Heildarmagn úrgangs sem flutt var til móttökustöðva á árinu 2019 var 255 tonn og var hlutfall flokkaðs úrgangs 72,9% samanborið við 154 tonn árið 2018 og hlutfall flokkunar 54,6%.

 

 

Umhverfsmál

Skeljungur hefur sett sér það markmið að umhverfistjón eigi sér ekki stað í rekstri félagsins. Það er markmið Skeljungs að engin umhverfistjón eigi sér stað í rekstri félagsins. Vegna eðlis starfseminnar er mest hætta umhverfistjóni við olíuafgreiðslur. Félagið hefur sett sér skýra ferla við slík störf sem eiga að draga úr áhættu á umhverfistjónum. Skeljungur bregst tafarlaust við valdi félagið því að olía fer út í umhverfið, mótvægisaðgerðir eru framkvæmdar og yfirvöldum og þeim er málið varðar veittar allar upplýsingar um málið.

Engin skilgreind umhverfistjón urðu á árinu 2019 en tíu lekatilvik voru skráð og voru þau sem hér1segir:

Á árinu 2019 framkvæmdu starfsmenn Skeljungs 28.508 afgreiðslur með bifreiðum, olíupramma og beint úr olíubirgðastöð. Tíu lekatilvik voru skráð á árinu 2019 . Öll lekatilvikin á árinu voru skilgreind sem minniháttar og ekkert þeirra sem umhverfistjón þar sem ekki var um mengaðan jarðveg að ræða í neinu tilvikanna. Átta tilvik voru á ábyrgð Skeljungs, fimm vegna bilunar í búnaði og tvö þar sem verklagi var ekki fylgt. Eitt tilvik var á ábyrgð viðskiptavinar og annað verktaka.


Umhverfisstefna

Skeljungur vinnur stöðugt að því að draga úr umhverfisáhrifum sem rekstur félagsins kann að hafa í för með sér. Meðal annars með því að fylgjast með þróun og nýjungum í umhverfismálum og innleiða inn í reksturinn. Félagið tryggir að öllum lagalegum kröfum og reglugerðum er varða umhverfismál sé fylgt og gengur lengra eins og kostur er. Skeljungur hefur einsett sér að vera í fararbroddi fyrirtækja á sviði umhverfismála hér á landi.

Skeljungur kappkostar að:

  • Auka umhverfisvitund starfsmanna og samfélagsins alls
  • Vernda og hlúa að umhverfinu með því að draga úr umhverfisáhrifum og haga vinnu í málaflokknum samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO 14001 um umhverfisstjórnun
  • Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
  • Nýta efni og orku skynsamlega
  • Minnka myndun úrgangs, heilsuspillandi og mengandi efna
  • Öll úrgangsolía skal fara í endurvinnslu og mengaður úrgangur í förgun á viðurkenndum móttökustöðvum
  • Auka aðgengi að umbúðalausum lausnum
  • Auka notkun og framboð á umhverfisvænum vörum, þ.m.t. endurnýjanlegum orkugjöfum
  • Kappkosta að viðhafa stöðugar umbætur í umhverfismálum með mælingum og eftirfylgni þátta sem varða forvarnir gegn mengun

Verkefni

Fjölorka

Á árinu opnaði Skeljungur fyrstu sannkölluðu fjölorkustöð landsins við Miklubraut, þar sem auk jarðefnaeldsneytis er boðið upp á vetni, metan og rafmagnshlöður.

Áður var félagið með starfræktar tvær vetnisstöðvar, auk tíu rafmagnshlaðna. Orkuskiptin eru þannig beinn hluti af rekstri félagsins.

Um mitt árið 2019 kom upp galli í búnaði vetnisstöðvar sem starfrækt er erlendis og notaði sama búnað og Skeljungur hafði keypt. Af öryggisástæðum var sú ákvörðun tekin af stjórnendum Skeljungs að loka vetnisstöðvum sínum þar til fullvissa væri fengin fyrir öryggi og áreiðanleikastöðvanna.

Samstarf

Endurheimt votlendis – Votlendissjóðurinn:

Skeljungur er einn stofnaðila Votlendissjóðsins sem stofnaður var árið 2018. Votlendissjóðurinn er sjálfseignarstofnun og rekin af samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Hann er ekki á forsjá ríkisins. Endurheimt votlendis stöðvar útblástur gróðurhúsaloftstegunda, eflir líffræðilega fjölbreytni, fuglalíf og styrkir vatnsbúskap í veiðiám.Votlendissjóðurinn hefur það ahlutverk að vinna að því að draga úr losun koltvísýrings með endurheimt votlendis og vera milliliður milli þeirra sem eiga framræst land og vilja leggja til fjármagn eða vinnu til að láta endurheimta votlendi.


Hér er um að ræða einfalda, ódýra og mjög áhrifaríka leið til þess að draga úr losun koltvísýrings. Leið sem viðurkennd er af milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Hér getur unnist stórsigur þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Á árinu 2019 varð Skeljungur fyrsta olíufélagið á Íslandi til þess að bjóða viðskiptavinum sínum upp á þann valkost að kolefnisjafna eldsneytiskaup sín hjá félaginu í gegnum Orku-lykla og kort á einfaldan og þægilegan máta. Lykil- og korthafar geta þannig gefið eftir hluta af afslætti sínum og nýtt til kolefnisjöfnunar. Afsláttur sem er umfram kostnað kolefnisjöfnunar á lítra rennur að sjálfsögðu í vasa viðskiptavinarins. Allir lykil- og korthafar skeljungs gátu skráð sig í kolefnisjöfnuð viðskipti beint við sjálfsala Orkunnar eða á heimasíðunni: https://www.orkan.is/orkan/jafnadu-thig/

Verkefnið fékk gríðarlega góðar undirtektir, en á u.þ.b sex mánuðum höfðu rúmlega 5.000 viðskiptavinir skráð sig í kolefnisjöfnuð viðskipti hjá Orkunni. Með þessum aðgerðum leitast Skeljungur við að efla umhverfisvitund og auðvelda aðgerðir einstaklinga til þess að hafa bein áhrif á umhverfis- og loftslagsmál.

Skeljungur kolefnisjafnar alla starfsemi félagsins á Íslandi með endurheimt votlendis í gegnum Votlendissjóðinn.

Losun

Uppgjör og aðgerðafræði

Umhverfisuppgjörið hér að neðan inniheldur yfirlit yfir helstu þætti umhverfismála hjá Skeljungi. Gögnin innihalda alla starfsemi Skeljungs á Íslandi.

Til grundvallar útreiknings á kolefnisspori Skeljungs var notast við umhverfisstjórnunarkerfi Klappir EnviroMaster til að safna umhverfisgögnum, bæði sjálfkrafa og handvirkt. Gögnum um eldsneyti, heitt vatn, rafmagn, úrgangshirðu, endastað úrgangs og pappírs- og vatnsnotkun fyrir skrifstofu fyrirtækisins, vöruhús, geymslu, bílaflota, dreifingu, lóðir og dælur.

Klappir EnviroMaster safnar gögnum eins örugglega frá upprunastað gagna og núverandi tækni leyfir.

     Bein og óbein losun gróðurhúsalofttegunda

    •Umfang 1 tekur saman beina losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi fyrirtækis.
        Í tilfelli Skeljungs afmarkast umfang 1 við losun frá ökutækjum vegna eldsneytisnotkunar.

    •Umfang 2tekur saman óbeina losun gróðurhúsalofttegunda sem tengd er raforkunotkun og notkun á heitu vatni.
       Losun af þessu tagi á sér ekki stað innan marka starfsemi fyrirtækisins og telst því til óbeinnar losunar.

    •  Umfang 3 tekur saman óbeina losun gróðurhúsalofttegunda í virðiskeðju Skeljungs.
         Sú losun, sem talin er fram í uppgjöri þessu, er losun vegna flugferða og losun vegna úrgangshirðu frá starfsstöðvum fyrirtækisins.

Greint er frá losun gróðurhúsalofttegunda í tonnum af CO2 ígildum (tCO2í). Losun gróðurhúsalofttegunda er mæld í tonnum svokallaðra koltvísýringsgilda (tCO2e). Koltvísýringsgildi er mælieining sem lýsir því magni koltvísýrings sem hefur sama hnatthlýnunarmátt (e. GWP. Global warming potential) og tiltekin blanda annara gróðurhúsalofttegunda. Til að mynda jafngildir metan (CH₄) 25 koltvísýringsígildum og níturoxíð (N₂O) 298 koltvísýringsígildum.

Nettó kolefnislosun
Nettó kolefnislosun starfsemi sýnir nettó losun fyrirtækis með teknu tilliti til aðgerða til kolefnisjöfnunar.

Losunarkræfni
Tölur um losunarkræfni eru byggðar á samanlögðu; umfang 1, umfang 2, (Landsnetið) og umfang 3 (viðskiptaferðir og úrgangslosun). Losunarkræfni reiknast sem losun gróðurhúsalofttegunda á valda rekstrarþætti og er sett fram sem tCO 2 Í á einingu (svo sem tCO 2 í á móti heildartekjum). Mælikvarðarnir mæla og bera losun fyrirtækisins saman við stærð rekstrarins.

Bein og óbein orkunotkun
Heildarorkunotkun mælir alla orku sem nýtt er af fyrirtækinu, að meðtöldu því eldsneyti sem notað er á ökutæki fyrirtækisins (umfang 1) og orku frá rafveitum og heitu vatni (umfang 2). Orkunotkunin er sett fram í kílóvattstundum (kWst).

Orkukræfni
Orkukræfni reiknast sem heildarorkunotkun deilt í valda rekstrarþætti og er sett fram sem kWst á einingu (svo sem kWst á starfsmann í fullu stöðugildi). Mælikvarðarnir eru notaðir til að mæla orkunýtni og bera orkunotkun fyrirtækisins saman við stærð rekstrarins.

Rekstrarmörk (e. Operational Boundaries)

Innan rekstrarmarka Skeljungs er losun í umfangi 1 og umfangi 2 fyrir eftirfarandi rekstrareiningar:
Höfuðstöðvar Skeljungs, skrifstofur, lager, geymslur, birgðastöðvar, dreifingu, bensínstöðvar (bílaplön, skyggni og dælubúnaður og bifreiðar.
Þeir þættir, sem taldir eru fram í umfangi 3 í uppgjöri Skeljungs, eru: Úrgangur, millilandaflug (frá 2015) og innanlandsflug (frá 2016).


Eldsneytisnotkun

 

 

Raforka

 

Úrgangur

Skeljungur hefur sett sér það markmið að auka enn frekar flokkun úrgangs. 
Á árinu 2019 voru ruslatunnur fyrir almennt sorp við dælur fjarlægðar. 
Unnið er að því að koma fyrir flokkunartunnum við bensínstöðvar Orkunnar. 
Stefnt er á að verkefnið klárist á árinu 2021

 

 

Heildarmagn úrgangs sem flutt var til móttökustöðva á árinu 2019 voru 255 tonn og var hlutfall flokkaðs úrgangs 72,9% 
samanborið við 154 tonn árið 2018 og hlutfall flokkunar 54,9%.

 

 


 

 

 

 

 

 

 

 

Mótvægisaðgerðir