Öryggi

Skeljungur stjórnar öryggismálum sínum á kerfisbundinn hátt í gegnum gæðakerfi og gæðahandbók, sem inniheldur áhættugreiningu starfa og verkferla, sbr. gæðastefnu Skeljungs

Öryggi upplýsinga er mikilvægt í rekstri Skeljungs. Leggur félagið ríka áherslu á að tryggja upplýsingaöryggi og að við meðferð persónuupplýsinga sé fyllsta öryggis gætt. Til nánari útfærslu hefur Skeljungur sett sér sérstaka persónuverndarstefnu, skal hún ásamt umhverfisstefnu vera aðgengileg á vefsíðu Skeljungs.

Það er markmið Skeljungs að starfsemin sé slysalaus og að engin fjarveruslys eigi sér stað í rekstri félagsins.

Skeljungi bárust þrjár kvartanir vegna persónuupplýsinga á árinu 2019.

 • Þjóðskrá Íslands barst kvörtun frá einstaklingi sem kvartaði yfir vinnubrögðum Orkunnar en hann hafði verið á bannlista Þjóðskrár Íslands. Um misskilning var að ræða en Orkan sótti engar upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands heldur frá viðskiptavinalista. Málinu var lokið án frekari athugasemda
 • Barst kvörtun til persónuverndar þar sem kvartað  var yfir óumbeðnum sms-sendingum frá Orkunni. Það láðist að taka viðkomandi af einum póstlista skv. svari Skeljungs en var hann fjarlægður um leið og kvörtun barst. 
   
 • Barst kvörtun til persónuverndar sem varðar vinnslu Skeljungs á persónuupplýsingum starfsmanns við starfslok. Beiðni var svarað til Persónuverndar og niðurstöðu beðið í málinu

Öryggisstefna

Öryggisstefna 2019

Öryggis- og vinnuumhverfismál eru órjúfanlegur þáttur i rekstri Skeljungs. Það er markmið félagsins að allir starfsmenn snúi heilir heim frá vinnu. Skeljungur keppir að því að sífellt sé verið að bæta verklag og starfsumhverfi, með það að leiðarljósi að félagið verði öruggur og slysalaus vinnustaður.

Skeljungur leitast við að tryggja öryggi starfsfólks á eftirfarandi hátt:

 • Við hlítum ákvæðum laga og reglugerða sem varða starfsemina.
 • Við framkvæmum áhættumat starfa.
 • Við vinnum samkvæmt verkferlum, þar sem skilgreind hefur verið öruggasta leiðin til að vinna verkið.
 • Við veitum starfsmönnum leiðsögn og þjálfun.
 • Við reynum að efla vitund starfsmanna um öryggis- og umhverfismál.
 • Við gerum sömu kröfur til allra sem starfa á vegum Skeljungs.
 • Við skráum öll tjón og frávik í starfseminni, sem og ábendingar um það sem betur má fara, tökum þau til úrvinnslu og setjum okkur skýr markmið um að bæta stöðugt árangur
 • Við skýrum frá árangri okkar í öryggismálum.
 • Við hrósum starfsmönnum fyrir árangur í öryggismálum.

Vegna starfsemi fyrirtækisins er órjúfanleg tenging öryggismála við umhverfismál. Skeljungur leggur metnað sinn í að starfa í sátt við umhverfið og hefur sett sér sérstaka umhverfisstefnu þess efnis.

Öryggisstefna Skeljungs tekur til allrar starfsemi félagsins og byggir á heildarstefnu og gildum Skeljungs. Félagið hefur sett sér að vera til fyrirmyndar í öryggis, heilsu og vinnuverndarmálum og að stuðla að öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi í öllum skilningi fyrir þá sem starfa á og heimsækja starfsstöðvar fyrirtækisins. Félagið leggur ríka áherslu á að koma í veg fyrir slys á fólki, huga að aðbúnaði og tryggja heilsusamlegt starfsumhverfi.

Skeljungur hefur sett sér það markmið að fá starfsemi sína vottaða út frá alþjóðlega vinnuverndar- og öryggisstaðlinum ISO 45001. Vinna við undirbúning á fyrstu rekstrareiningunni er hafin.

Áhættunefnd, sem skipuð er af framkvæmdastjórn og öryggis- umhverfis- og gæðastjóra  fara með öryggismál félagsins. Áhættunefndin fer meðal annars yfir stöðu frávika og úrbóta, rýna slys og skýrslur. Öryggis- og gæðastjóri ber svo ábyrgð á að ýta undir öryggisvitund starfsmanna með þjálfun og fræðslu og að tryggja að ávallt sé farið eftir lögum og reglugerðum í starfseminni.

Skráning slysa, tjóna, ábendingar og tillögur að úrbótum fara allar í gegnum gæða, umhverfis og öryggisstjórnunarkerfi Skeljungs (CCQ). Starfsmönnum ber að tilkynna öll slys, næstum slys hættur og tjón og eru hvattir til þess að skrá tækifæri til úrbóta. Með skráningarkerfinu gefst yfirsýn yfir þau mál er koma upp og hægt er að bregðast við og koma í veg fyrir að atvik endurtaki sig.

Atvinnubílstjórar hefja daginn á öryggisfundi a.m.k. þrisvar í viku og oftar ef þurfa þykir, t.d. vegna veðurs eða annars er kann að hafa áhrif á starfsemi þeirra


Áhættustýring

Megináhættur í rekstri félagsins er tengjast umhverfis-, félags- eða starfsmannamálum, snúa að öryggi og umhverfi.

Veltumesta söluvara fyrirtækisins er jarðefnaeldsneyti. Við móttöku, birgðahald, dreifingu og sölu eldsneytis felast hættur er tengjast eldhættu, umferðar-, umhverfis- og mengunaróhöppum. Skeljungur bregst við þeirri áhættu með notkun gæðakerfis, Þar sem þessir þættir eru áhættugreindir og ferlaðir út frá bestu mögulegu framkvæmd.

Meðal verkeferla sem nýttir eru til þess að framfylgja áhættustjórnun eru metnaðarfull þjálfun nýliða sem starfa á birgðastöðvum og við dreifingu. Einnig er notast við kennslumyndbönd þar sem farið er yfir algengustu vinnuferlana. 

Árlega eru haldin bruna- og skyndihjálparnámskeið. Starfsmenn við birgðahald og dreifingu mæta á öryggisfundi þrjá morgna í viku þar sem, meðal annars er farið yfir öryggi, aksturs- og veðurskilyrði. Óhöpp eru rædd strax næsta morgun, þannig eru samstarfsmenn upplýstir um hvað gerðist og umræða tekin um hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að aðrir lendi í sambærilegu óhappi.

Gæðahandbók félagsins er rýnd árlega og gengið úr skugga um að allir geti starfað samkvæmt verklagi sem þar er lýst.

Skeljungur hefur sett sér áhættu-, umhverfis-, öryggis- og gæðastefnur til þess að takast á við þessa áhættu.

 

Áhættustýring

Hjá Skeljungi er starfrækt sérstök áhættunefnd. Nefndin er umræðuvettvangur vegna áhættumála, þar sem fram fer rýni á áhættugreiningu og niðurstöðum hennar. Nefndin kemur saman að lágmarki ársfjórðungslega og fjallar um helstu áhættuþætti og meðhöndlun þeirra. Áhættustjórnun félagsins tekur tillit til allra tegunda áhættu, s.s. umhverfis- mannauðs,- og mannréttindamála, mútu og spillingarmála. Stjórnendur og starfsmenn félagsins eru kallaðir fyrir nefndina til skýrslugjafar í tengslum við þá áhættuþætti sem yfirfarnir eru hverju sinni. Árlega skilar nefndin endurskoðunarnefnd félagsins skýrslu um störf sín.

Skeljungur stjórnar starfsemi sinni á kerfisbundinn hátt í gegnum gæðastjórnunarkerfi, sem inniheldur gæðahandbók, áhættugreiningu starfa og verkferla, skráningar ábendinga og úrvinnslu þeirra. Kerfinu er ætlað að tryggja að þau markmið sem sett eru fram í stefnum Skeljungs náist, að öll verkefni og þjónusta sem fyrirtækið annast standist gæðakröfur og væntingar haghafa og draga úr líkum á atvikum er gætu haft neikvæð áhrif á ímynd félagsins, fjárhag, heilsu og umhverfi.

Á árinu 2019 fékk Skeljungur gæðakerfi fyrstu rekstrareiningar sinnar vottað út frá ISO 9001 staðlinum. Rekstrareiningin sem hlaut vottunina er birgðastöðin í Örfirisey. Stefnt er á að fá þrjár rekstrareiningar til viðbótar vottaðar samkvæmt staðlinum á árinu 2020.

Staðallinn ISO 9001 inniheldur grunnkröfur til gæðakerfa.

Á árinu 2018 var tekin sú ákvörðun að færa starfsemi allra sviða Skeljungs inn í gæðahandbókina, til viðbótar við starfsemi rekstrarsviðs. Það er einnig starfsemi sölusviðs, fjármálasviðs og mannauðssviðs. Verkefnið er komið vel á veg, en mannauðssvið, birgðastöðvar, og dreifing hafa öll verið færð inn í gæðahandbókina og stefnt er á að klára einnig að færa inn sölusvið á árinu 2020.

 Sjá nánari framvindu í kafla skýrslunnar um vottanir

Ytri áhætta

 

Til viðbótar við eigin rekstraráhættu stendur félagið einnig frammi fyrir víðtækari utanaðkomandi áhættuþáttum, svo sem umhverfis,- félags,- starfsmanna,- mannréttinda,- mútu- og spillingartengdum málum. Þessir áhættuþættir geta haft bein áhrif á félagið og/eða aðfangakeðju þess.

 

Alþjóðaviðskipti

    Megináhætta:
     
Pólitískur og félagslegur óstöðuleiki í löndum sem veita eldsneytið geta leitt til innri átaka með þar af leiðandi röskun og töfum á     framleiðslu. Spenna í alþjóðaviðskiptum.

    Mótvægisaðgerðir:
     
Landfræðileg fjölbreytni birgja og stöðuleikaviðmið.


Þróun í löggjöf

    Megináhætta:
     
Möguleiki á óhagstæðum lögum og reglugerðum tengdum orkugeiranum, hérlendis sem og á alþjóðarvettvangi sem gæti haft áhrif á     arðsemi     fyrirtækja.

    Mótvægisaðgerðir:
     
Eftirlit með þróun laga og reglugerða til að einfalda/draga úr viðskiptalegum áhrifum.

Loftslagsbreytingar

    Megináhætta:
     
Möguleiki á breyttum aðstæðum: veðurfarslegar breytingar sem gætu skapað hættuástand (ofsaveður, flóð, hækkandi sjávarmál,     aukna virkni eldfjalla) Breytingar tengdar orkuskiptum (regluverki, markaði, tækni,- og orðsporsáhættu) tengt viðskiptum félagsins til skamms og lengri tíma.

    Mótvægisaðgerðir:
     
Framboð á umhverfisvænum orkugjöfum. Skuldbinding til kolefnisjöfnunar á rekstri félagsins. Fjölbreytni með þróun annarrar orku.     Greining áhættunefndar á loftslagsbreytingum.


Haghafar

    Megináhætta:
     
Sambönd/samskipti við innlenda og alþjóðlega haghafa, málaferli og afleiðingar fyrir vörumerkið.

    Mótvægisaðgerðir:
     
Innleiðing samfélagsábyrgðarstefnu – stefna um heiðarleg og gagnsæ samskipti.

Tækni

    Megináhætta:
     
Bylting tækniþróunar endurnýjanlegri orku fyrir ökutæki og skip.

    Mótvægisaðgerðir:
     
Uppbygging fjölorkustöðva.

 

 

Stefna gegn spillingar- og mútumálum

 

Skeljungur hefur sett sér stefnu gegn spillingu og mútum. Stefnan kveður á um ráðstafanir félagsins til þess að draga úr áhættu á mútum og spillingu í starfseminni, í samskiptum við viðskiptavini, starfsmenn, eftirlitsaðila og önnur stjórnvöld, hluthafa endurskoðendur, samkeppnisaðila og aðra sem eiga hagsmuna að gæta

Það er loforð Skeljungs til birgja, samstarfsaðila og viðskiptavina að stunda viðskipti af heiðarleika.Við förum ávallt að lögum og reglum og almennum viðmiðum um siðferði í viðskiptum og fylgjum þeim reglum sem fyrirtækið setur á hverjum tíma. Við tökum hvorki við né greiðum neitt það sem flokkast getur undir mútur. Við eigum ekki viðskipti við aðila sem grunur leikur á að stundi peningaþvætti. Öll viðskipti Skeljungs hf. skulu tilgreind í reikningum fyrirtækisins í samræmi við viðurkenndar starfsreglur og háð endurskoðun. Við forðumst hagsmunaárekstra á milli eigin fjármála og viðskipta fyrirtækisins. Til nánari útfærslu hefur Skeljungur sett sér viðskipta- og siðareglur. Þar er lögð áhersla á heiðarleika og sanngirni í viðskiptum og er gert ráð fyrir því sama af þeim sem fyrirtækið skiptir við.

Hér má nálgast stefnu Skejungs gegn spillingar- og mútumálum


Árið 2019 höfðu 60 starfsmenn af 89 starfsmönnum félagsins á íslandi staðfest það að hafa lesið og kynnt sér stefuna. 
 Áhættunefnd framkvæmdi áhættumat á sviksemi á öllum starfssviðum félagsins á árinu 2019.
 Engin mál komu upp á árinu 2019 né árið 2018 er vörðuðu spillingu eða mútur.

Gæðastefna

Stefna Skeljungs er að öll verkefni og þjónusta sem fyrirtækið annast standist gæðakröfur og -væntingar haghafa. Skeljungur leitast við að tryggja að viðskiptavinir félagsins fái örugga, góða og skilvirka þjónustu og viðmót sem einkennist af sanngirni, háttvísi og fagmennsku.

Til þess að tryggja að gæðamarkmið Skeljungs náist mun félagið reka gæðakerfi sem:

 • vinnur að því að markmið sem sett eru fram í stefnum Skeljungs náist
 • inniheldur skipulagða ferla sem endurspegla starfsemina og tryggja hnökralaust flæði hennar
 • tryggir viðbrögð við frávikum og leiðir til stöðugra umbóta
 • uppfyllir kröfur sem settar eru fram samkvæmt lögum og reglugerðum.
 • uppfyllir kröfur um innra og ytra eftirlit með rekstrinum
 • tryggir að fyrirtækið hafi ávallt á að skipa vel menntuðu og þjálfuðu starfsfólki sem sýni fagþekkingu, færni, metnað og frumkvæði við störf sín
 • stuðlar að ánægju og vellíðan starfsmanna í starfi, að þeir fái tækifæri til að afla sér nýrrar þekkingar og tileinka sér nýjar aðferðir til að miðla upplýsingum og þekkingu.

Vottanir

Eins og fram hefur komið í skýrslunni fékk Skeljungur gæðakerfi fyrstu rekstrareiningareiningar sinnar, birgðastöðina í Örfirisey, vottaðar á árinu 2019. Vottunin er út frá ISO 9001 staðlinum, en staðallinn tekur til grunnkrafa gæðakerfa. Stefnt er á að fá þrjár rekstrareiningar til viðbótar vottaðar samkvæmt staðlinum á árinu 2020.

Færa á starfsemi allra sviða Skeljungs inn í gæðahandbókina. Rekstrarsvið, mannauðssvið, birgðastöðvar og dreifing hafa nú þegar verið færð inn og unnið er að sölusviði.

Skeljungur hefur sett sér að markmið að fá starfsemi sína vottaða út frá alþjóðlega vinnuverndar- og öryggisstaðlinum ISO 45001 og alþjóðlega umhverfisstaðlinum ISO 14001. Vinna við undirbúning fyrir vottun fyrstu rekstrareiningarinnar er hafin.

CCQ Slysa- og frávikaskráning

Skeljungur vinnur að stöðugum umbótum þar sem viðskiptavinir og starfsmenn geta skráð og sent inn ábendingar beint til félagsins. CCQ slysa- og frávikaskráning býður upp á sjálfvirkt vinnuferli fyrir skoðun og greiningu, úrlausn og eftirfylgni sem veitir skilvirka leið til fyrirbyggjandi aðgerða.


Slys

Það er markmið Skeljungs að starfsemin sé slysalaus og að engin fjarveruslys eigi sér stað í rekstri félagsins.

Markmiðið náðist ekki á árinu en tvö fjarveruslys með samtals 15 daga fjarveru urðu á starfsfólki á árinu 2019, bæði slysin voru talin lítilleg. Til samanburðar voru engin fjarveruslys á starfsfólki á árinu 2018.