Ávarp

Ágæti lesandi,

Það er mér ánægjulegt að kynna samfélagsskýrslu Skeljungs fyrir árið 2019. Skýrsla þessi er önnur samfélagsskýrsla Skeljungs, en í ár er upplýsingagjöfin í samræmi við viðmið Global Reporting Initiative (GRI). Skýrslan er jafnframt fyrsta skýrsla félagsins sem gefin er út samkvæmt GRI.


Hjá Skeljungi leggjum við metnað í það að vera í fararbroddi íslenskra fyrirtækja hvað varðar greinagerð fyrir ófjárhagslegum þáttum starfseminnar. Aðgengileg og gagnsæ upplýsingagjöf ófjárhagslegra þátta eru ekki síður mikilvæg en upplýsingar um ársfjórðungslegan árangur, en upplýsingagjöfin gefur mikilvæga innsýn í starfshætti félagsins, markmiðin okkar og þau skref sem tekin eru til þess að lágmarka áhættu í daglegum rekstri sem og stefnu okkar að stöðugum framförum á þessu sviði.

Með stefnu okkar um samfélagsábyrgð viljum við lágmarka eins og mögulegt er, neikvæð áhrif félagsins og um leið vinna stöðugt að því að hámarka jákvæð áhrif okkar fyrir haghafa og samfélagið í heild. Vegna eðli starfsemi okkar leggjum við mikið upp úr þjálfun og öryggi starfsmanna, en eitt af markmiðum okkar er það að hvorki slys á fólki né umhverfisóhöpp eigi sér stað í starfseminni. Við fögnum fjölbreytileikanum og líðum ekki einelti eða misrétti. Félagið hefur sett sér stefnu og aðgerðaráætlun sem tekur á því ef þessi hegðun á sér stað í starfseminni. Skeljungur hefur hlotið endurvottun í jafnlaunavottuninni en stefna okkar er ávallt sú að greiða jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og að launaákvarðanir séu teknar á faglegum forsendum. Við keppumst við að vera eftirsóttur vinnustaður sem laðar að sér hæft starfsfólk.


Félagið leggur einnig mikla áherslu á loftslags- og umhverfismál í stefnu sinni um samfélagsábyrgð. Við höfum sett okkur krefjandi markmið um að minnka kolefnisspor félagsins, draga úr eldsneytislosun og nýta til þess tækni og umhverfisvæna orkugjafa. Félagið hefur nú þegar ýtt úr vör mikilvægum verkefnum á þessu sviði.

Skeljungur er einn af stofnaðilum Votlendissjóðsins. Sjóðurinn var stofnaður vorið 2018 í þeim tilgangi að endurheimta framræst votlendi, en talið er að um 2/3 af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi stafi frá framræstu votlendi. Endurheimt votlendis er mjög áhrifarík aðferð til að ná árangri í loftslagsmálum hérlendis, leið sem viðurkennd er af milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar.

Skeljungur hefur kolefnisjafnað allan rekstur félagsins á Íslandi síðan 2018 í gegnum Votlendissjóðinn. Á árinu 2019 varð Skeljungur fyrsta olíufélagið á Íslandi til þess að bjóða viðskiptavinum sínum að kolefnisjafna eldsneytiskaup sín beint á dælu, en viðskiptavinum félagsins býðst að nýta hluta afsláttar sem þeir njóta í gegnum Orkulykilinn sinn til kolefnisjöfnunar. Verkefnið hefur gengið vonum framar og nú, ári síðar hafa tæplega 6.400 viðskiptavinir skráð sig í kolefnisjöfnuð viðskipti hjá Orkunni. Félagið ásamt viðskiptavinum sínum hafa kolefnisjafnað sem samsvarar akstri meðalbíls 88.568 hringi í kring um Ísland. Viðskiptavinir hafa kolefnisjafnað með Orkulyklinum í gegnum Votlendissjóð fyrir 21.659.629 kr.


Með þessu frumkvæði leitumst við bæði við að auka umhverfisvitund sem og að einfalda viðskiptavinum okkar umhverfisvænni kost. Skeljungur lítur einnig á það sem sitt ábyrgðahlutverk að greiða fyrir orkuskiptunum og því höfum við tekið þau beint inn í rekstur félagsins. Hjá félaginu eru nú tíu rafhleðslustöðvar staðsettar um land allt, þrjár vetnisstöðvar ásamt metanstöð.


Í Færeyjum hefur félagið fest kaup á Demich, sem er markaðsleiðandi fyrirtæki í umhverfisvænni húshitun. Nýtt samstarfsverkefni um uppbyggingu og rekstur vindmylla að Flatnahagi er annað mikilvægt skref inn í endurnýjanlega orkugeirann í Færeyjum.

Ábyrgðarhlutverk fyrirtækja gagnvart samfélaginu eru margþætt, meðal þeirra hlutverka er að skapa varanleg verðmæti með ábyrgum hætti, skila eigendum arði, tryggja öruggt og eftirsóknarvert starfsumhverfi ásamt því að haga starfseminni í sátt við umhverfið og samfélagið í heild. Það er ávallt markmið stjórnenda félagsins að skapa á ábyrgan máta sem mest verðmæti til handa starfsfólki, eigendum og íslensku samfélagi.


Aðstæður undanfarin misseri hafa verið krefjandi. Þá má einna helst nefna áhrif Covid-19 veirunnar sem hefur haft veruleg áhrif á hagkerfið um allan heim. Dregið hefur úr ferðalögum til landsins sem og umferð á Íslandi. Þetta hefur vissulega áhrif á rekstur okkar en á móti kom að íslenska ferðasumarið var einstaklega gott og framkvæmdir viðskiptavina okkar hafa aukist á tímabilinu.


Þrátt fyrir allar þær áskoranir og óvissu sem hafa fylgt faraldrinum hefur okkur tekist að halda starfseminni algjörlega óskertri. Við höfum fært þær starfsstöðvar í heimahús starfsmanna sem hægt er að færa þangað og gert viðeigandi ráðstafanir á þeim starfsstöðvum sem krefjast viðveru, t.a.m. í dreifing, á verkstæði og í verslunum. Ég er gríðarlega stoltur og þakklátur mannauði félagsins fyrir það hversu vel hann hefur staðið sig á þessum krefjandi tímum og að tryggja þannig velgengni félagsins í hvaða aðstæðum sem kunna að koma upp. Innan félagsins hefur farið fram mikil og vönduð vinna við útfærslu samfélagsábyrgðar, stefnumótun félagsins og ritun samfélagskýrslunnar sem hér birtist. Ég kann öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum bestu þakkir fyrir gott starf.

Bestu kveðjur,
Árni Pétur Jónsson

Um Skýrsluna

Skeljungur gerir samfélagsskýrslu sína samkvæmt GRI Global Reporting Initiative Standards: Core ásamt sérákvæðum GRI um olíufélög. Sérákvæðin taka sérstaklega á þeim áskorunum og tækifærum sem olíufélög standa frammi fyrir þegar kemur að sjálfbærni. Horft er til starfsemi félagsins og þeirra áhrifa sem hún hefur á efnahag, umhverfi og samfélagið.

Skeljungur leggur áherslu á víðtækt samráð við þá hagaðila sem treysta á þjónustu fyrirtækisins og verða fyrir áhrifum af starfseminni. Starfseminnar gætir um allt land og snertir alla landsmenn. Markmiðið með útgáfu skýrslunnar er að sýna gagnsæi og gefa dýpri mynd af starfsemi félagsins og áhrifum þess á samfélagið. Með útgáfu skýrslunnar leitast félagið við að varpa ljósi á bæði þær áskoranir sem félagið stendur frammi fyrir og þann árangur sem náðst hefur. Við markmiðasetningu og nálgun á samfélagslega ábyrgð félagsins styðst Skeljungur við ÍST ISO 26000 staðalinn, Leiðbeiningar um samfélagslega ábyrgð.

Áreiðanleiki

Ófjárhagslegum upplýsingum er safnað úr skráningarkerfum Skeljungs. Yfirmönnum hverrar deildar innan félagsins ber að skrá öll frávik sem eiga sér stað í starfseminni, til dæmis slys, tjón, einelti, áreiti, ábendingar og kvartanir. Upplýsingunum er svo safnað saman í byrjun hvers ár af ábyrgðaraðilum hvers málaflokks fyrir sig þvert yfir félagið. Þar má nefna gæða-, umhverfis- og öryggisstjóra, rekstrarstjóra, mannauðsstjóra, yfirlögfræðing félagsins, innkaupastjóra, umsjónarmann dreifingar og markaðsstjóra. Ábyrgðaraðilar framangreindrar málaflokka sitja einnig í nefnd félagsins um samfélagsábyrgð. Einnig er kallað eftir upplýsingum og gögnum er varða dótturfélög Skeljungs til ábyrgðaraðila og yfirmanna þeirra félaga. Þegar upplýsingarnar hafa verið fullunnar er skjal þetta yfirfarið og staðfest eftir bestu getu af áhættunefnd og stjórn Skeljungs.

Töluleg samantekt um ófjárhagslegar upplýsingar fyrir árið 2019 eru unnar í samstarfi við Klappir Core. Umhverfishugbúnaður Klappa er notaður til að tryggja rekjanleika, gagnsæi og skilvirkni við söfnun og miðlun umhverfisupplýsinga. Upplýsingum um eldsneytisnotkun, raforkunotkun, notkun á heitu vatni og notkun á köldu vatni er safnað með sjálfvirkum hætti. Hægt er að rekja uppruna gagna frá afhendingaraðila í Klappir Core.

Þeir lykilmælikvarðar er Klappir Core styðjast við endurspegla ESG leiðbeiningar sem Nasdaq á Íslandi og Norðurlöndunum gáfu út árið 2019. Nánar má lesa um leiðbeiningarnar í kaflanum um ESG.

Upplýsingar í samfélagsskýrslunni eru unnar af starfsfólki Skeljungs og staðfestar af áhættunefnd. Skeljungur skipaði KPMG ehf. sem óháðan aðila til framkvæma skoðun á völdum ófjárhagslegum upplýsingum. Stjórnendur yfirfóru upplýsingarnar sem sendar voru til óháðs aðila. Nánar má sjá um skoðun og staðfestingu KPMG hér. KPMG er einnig ytri endurskoðandi Skeljungs.Álit 


Álit okkar byggir á þeim upplýsingum sem fram koma í þessari staðfestingu og við teljum að við höfum aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.

Við skoðun okkar og yfirferð gagna, eins og lýst er hér að framan, kom ekkert fram sem bendir til annars en að GRI tilvísunartafla Skeljungs hf. fyrir árið 2019 sé í öllu meginatriðum í samræmi við GRI eins og lýst er hér fyrir neðan

Í samræmi við ákvæði samnings milli okkar, KPMG og Skeljungs hf. er þessi takmarkaða óháða staðfesting unnin fyrir stjórn og stjórnendur Skeljungs hf.

GRI

GRI er alþjóðlegur staðall sjálfbærnivísa sem er til þess gerður að aðstoða stofnanir, fyrirtæki og félög að skilja og miðla áfram upplýsingum um frammistöðu sína á sviði samfélagsábyrgðar og sjálfbærni. GRI var stofnað árið 1990 sem alþjóðlegt óháð félag með þá framtíðarsýn að gera sjálfbærni að hluta allrar ákvarðanatöku fyrirtækja og stofnana. Skeljungur hefur ekki birt samfélagsuppgjör sitt í samræmi við GRI staðalinn fyrr en nú.

GRI staðallinn er töluvert flóknari en Global Compact og ISO 26000 þar sem hann gerir kröfur um að fyrirtæki skili inn skýrslu og sýni fram á árangur sinn á sérstöku formi sem félagið leggur til. Þannig geta fyrirtæki birt frammistöðu sína á sviði samfélagsábyrgðar á gagnsæjan máta og borið saman við árangur annarra. Settir eru fram sjálfbærnivísar og tilgreint hvernig skuli mæla hvern vísi. Valið er um hversu margir sjálfbærnivísar eru notaðir til skýrslugerðarinnar, en alltaf þarf að uppfylla ákveðinn grunnfjölda. Málaflokkar GRI eru efnahagur, umhverfismál og samfélag.


Stjórn, framkvæmdastjórn og nefnd um samfélagsábyrgð bera ábyrgð á stýringu vísanna og því hvernig þeim er stýrt. Innan nefndar um samfélagsábyrgð hjá félaginu sitja bæði stjórnendur og millistjórnendur sem hafa umsjón með flokkum í efnistökum og hafa þar með mikið áhrifavald á þróun þeirra.

Gerð er grein fyrir sömu vísum og í síðustu skýrslu ásamt viðbótum í samræmi við GRI staðla. Við val á vísum var litið til þess sem sambærileg félög gefa út.

Áhættunefnd og samfélagsábyrgðanefnd yfirfara og staðfesta mikilvægustu viðfangsefni fyrir félagið.


Taflan er yfirfarin árlega og gengið úr skugga um að engar breytingar hafi átt sér stað – að öðru leiti er taflan uppfærð.
Tilvísunartafla sem fylgir skýrslunni skýrir að hve miklu leyti grein er gerð fyrir hverju vísi. Sumir vísar fá ítarlega umfjöllun á meðan einungis er gert grein fyrir öðrum í tilvísunartöflunni. Þar sem ekki er gerð grein fyrir vísum að fullu leyti, stafar það af því að upplýsingar vantar eða þær teljast ekki samanburðarhæfar.

Með útgáfu skýrslunnar er ekki gefið í skyn að félagið þekki til fulls áhrif sín á samfélagið, né heldur að samfélagsábyrgð hafi verið að fullu innleidd hjá Skeljungi.

Rekja má innleiðingu samfélagsábyrgðar hjá Skeljungi með því að lesa eldri samfélagsskýrslu félagsins.
Við fögnum öllum ábendingum um innihald skýrslunnar, enda eru stöðugar umbætur órjúfanlegur hluti af starfsemi okkar.


Senda ábendingu/fyrirspurn.

ESG SKÝRSLA

 Samfélagsuppgjör Skeljungs fyrir árið 2019 er gert í samræmi við ESG leiðbeiningar sem Nasdaq á Íslandi og Norðurlöndunum gáfu út árið 2019, leiðbeiningar sem settar voru fram árið 2015 af Sameinuðu þjóðunum, Samtökum um sjálfbærar kauphallir (Sustainable Stock Exchange Initiative) og vinnuhópi hjá Alþjóðasamtökum kaupahalla (World Federation of Exchange). Einnig er vísað í tilheyrandi viðmið GRI Standards (e. Global Reporting Initiative, GRI 100-400) og meginviðmið (e. Reporting Principles, P1-10) alþjóðasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samfélagsuppgjör Skeljungs fyrir árið 2019 er annað uppgjör félagsins í samræmi við ESG leiðbeiningar.

 

Hér má finna ESG skýrsluna í heild sinni

Mikilvæg viðfangsefni

Mikilvæg viðfangsefni eru þeir þættir sem hafa bein eða óbein áhrif á getu félagins til að skapa og varðveita efnahagsleg, umhverfisleg og félagsleg verðmæti eða skerða þau fyrir félaginu sjálfu, hagsmunaaðilum þess og samfélaginu almennt.


Í töflunni hér fyrir ofan má sjá mikilvæg viðfangsefni hjá Skeljungi. Töflunni er raðað eftir mikilvægi, mesta vægið er efst í listanum og efsti punktur í ásnum. Efnahagslegur árangur er settur efst þar sem sá árangur snertir ekki bara félagið sjálft og rekstur þess, heldur snertir það alla haghafa, eigendur, starfsmenn, birgja og samfélagið.

Skipulagsmörk 


Við efnistök og afmörkun skýrslunnar var litið til eftirfarandi atriða og lögð áhersla á starfsemi Skeljungs á Íslandi, nema annað sé tekið fram.

Þær rekstrareiningar sem hér falla undir eru:

 •Höfuðstöðvar Skeljungs
 •Skrifstofur
 •Lager
 •Geymslur
 •Verkstæði
 •Birgðastöðvar
 •Dreifing
 •Bifreiðar í eigu og rekstri Skeljungs
 •Bílaplön, skyggni og dælubúnaður við sjálfsafgreiðslustöðvar

Haghafar

Skeljungur lítur svo á að félagið beri ábyrgð gagnvart eftirfarandi hópum:

•Samfélagið: Samfélagið nýtur góðs af starfsemi fyrirtækisins. Með arðsömum rekstri og hagkvæmni á öllum sviðum styrkjum við til frambúðar öfluga þátttöku Skeljungs í íslensku athafnalífi. Við virðum lög og reglur og högum störfum okkar þannig að fyllsta öryggis sé́ gætt. Við stuðlum að sjálfbærri þróun og stöndum vörð um viðkvæma náttúru landsins.

•Hluthafar: Við leitumst við að gæta hagsmuna hluthafa í hvívetna og að skila viðunandi arði.

•Viðskiptavinir: Við einsetjum okkur að veita viðskiptavinum fyrirtækisins úrvals þjónustu og tryggja að vörur og þjónusta þess séu ætíð í fararbroddi hvað varðar gæði, vöruþróun og tækni. Viðskiptavinir fyrirtækisins eiga aldrei að efast um að Skeljungur er þjónustufyrirtæki í fremstu röð.

•Starfsmenn: Góður liðs- og starfsandi er okkar sterkasta vopn í stöðugt harðnandi samkeppni. Við berum fyrir brjósti hag starfsmanna fyrirtækisins og viljum vera áfram í fremstu röð hvað varðar réttindi þeirra, öryggi og starfsumhverfi. Jafnrétti, þar sem hæfni ræður vali er órofa hluti af menningu fyrirtækisins.

•Samstarfsaðilar: Við höfum sanngirni að leiðarljósi í samskiptum við samstarfsaðila fyrirtækisins og leggjum áherslu á að báðir aðilar njóti góðs af samstarfinu. Við gerum ráð fyrir að samstarfsaðilar fyrirtækisins deili með okkur þeim grundvallarsjónarmiðum og gildum sem fram koma í siðareglum fyrirtækisins og séu reiðubúnir að gera þær að sínum. Slík afstaða mun hafa áhrif á val okkar á samstarfsaðilum.

Eitt af hlutverkum fyrirtækisins er að skila eigendum sínum ávöxtun á fjárfestingu þeirra. Arðsemi er jafnframt forsenda rekstursins og þar með þeirra starfa sem hjá́ fyrirtækinu hafa skapast. Við heitum því að vinna ötullega að því að skapa arðsemi í gegnum skilvirkan og hagkvæman rekstur, þar sem tillit er tekið til allra haghafa.

 Borgaryfirvöld eru einn haghafi félagsins og á Skeljungur í góðum samskiptum við þau. Þessu til marks steig félagið m.a. fyrst fram með aðgerðir til að mæta stefnu hennar um þéttingu byggðar og uppbyggingu Borgarlínu.

Samskipti við haghafa

Taflan hér fyrir neðan sýnir haghafa okkar ásamt dæmum um samskiptaleiðir og málefni er snerta þá.

Skeljungur hefur gert greiningu á helstu áhrifaþáttum sem verða af starfsemi félagsins á Íslandi og unnið er að aðgerðaráætlun varðandi viðtöl og/eða kannanir til sem flesta hagsmunaaðila. Stefnt er á árlega endurgjöf.

Skeljungur lagði spurningar fyrir stærstu birgja sína fyrir ófjárhagslega upplýsingagjöf 2019.

Nánar um niðurstöður viðtals við stærstu birgja félagsins má finna í kaflanum um aðfangakeðju Skeljungs.

Til stendur að efla samskiptaleiðir og samtal til haghafa

Haghafi
    Samskiptaleið
 Málefni   
 Viðskiptavinir     
 • Samskipti í gegnum síma, tölvupóst og fundi
 • Samfélagsmiðlar
 • Ráðstefnur og viðburðir
 • Skoðanakannanir
 • Bein markaðssetning 
 
 • Loftslags- og umhverfismál
 • Mannréttindi
 • Öryggi og gæði
 • Gagnsæi og skýrslugjöf 
 • Rekjanleiki 
 • Persónuvernd
 Birgjar 
 • Matsgerð
 • Úttektir birgja
 • Samstarf
 • Viðburðir birgja
 • Bein samskipti 
 
 • Ábyrgir starfshættir
 • Staða birgða 
 Starfsmenn 
 • Bein samskipti og í gegnum síma, tölvupóst, innri vef                 
 • Ýmsir viðburðir, heilsuefling, fyrirlestrar og fl.
 • Frammistöðumat
 • Þjálfun og þróun
 • Skoðanakannanir
 
 • Öryggi og heilsa
 • Fjölbreytileiki 
 • Jafnrétti
 • Þjálfun og endurmennt
 Hluthafar 
 • Aðalfundur og árshlutauppgjör
 • Bein samskipti
 • fjarfestar@skeljungur.is
 • Ráðstefnur og viðburðir
 
 • Fjárhagsleg afkoma
 • Hlítni laga og reglna
 • Gagnsæi og skýrslugerð
 Samfélagið
 • Samvinna við ríki og bæjarfélög
 • Samstarf við samtök og félög
 
      •Fjárhagsleg afkoma
      •Hlýtni laga og reglna
      •Gagnsæi og skýrslugerð
      •Öryggi og heilsa starfsmanna
      •Öryggi og gæði til viðskiptavina
      •Umhverfis- og loftslagsmál
      •Góðgerðarmál
      •Hlítni laga og reglna
      •Mannréttindi
      •Fjölbreytileiki
      •Gagnsæi og skýrslugjöf

 

Um Skeljung

Skeljungur er fjölorkufélag sem stofnað var árið 1928. Höfuðstöðvar félagsins eru í Borgartúni 26, Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa 89 starfsmenn. Félagið starfar á þremur landfræðilegum mörkuðum, á Íslandi, í Færeyjum og á N-Atlantshafinu. Dótturfélög Skeljungs eru sjö. P/F Magn og P/F Demich með starfsemi í Færeyjum, Basko, Tollvörugeymsla Skeljungs ehf., Barkur ehf., Íslenska Vetnisfélagið ehf. og Bensínorkan ehf. Starfsemi Bensínorkunnar var hverfandi 2019.

Starfsemi Skeljungs má skipta í fimm meginflokka:

-Orkugjafar; jarðefnaeldsneyti, vetni, metan, olíur og tengdar vörur
-Rekstur fasteigna, birgðastöðva og dreifingar
-Smásala
-Útleiga fasteigna
-Aðrar vörur

Skeljungur: Skeljungur dreifir eldsneyti til fyrirtækja sem ekki hafa tækifæri til að nálgast eldsneyti á afgreiðslustöðvum okkar, t.d. til sjávarútvegsins, flugfélaga og til verktaka á verkstaði. Viðskiptavinir Skeljungs geta treyst á 90 ára reynslu félagsins af því að afgreiða eldsneyti hratt og örugglega.

Skeljungur rekur 65 bensínstöðvar undir merkjum Orkunnar á Íslandi, þar af þrjár fjölorkustöðvar sem að auk jarðefnaeldsneytis selja vetni, metan eða rafhleðslu á farartæki. Orkan hefur verið leiðandi afl á íslenskum eldsneytismarkaði þegar kemur að lágu verði, allt frá stofnun Orkunnar árið 1994. Hjá Orkunni eru tvær afsláttarlausar stöðvar, þar sem viðskiptavinum býðst lægsta eldsneytisverðið á landinu skilyrðislaust, en það þýðir að ekki þarf að notast við orkulykil, meðlimakort eða annarskonar vildarkerfi til þess að geta notið kjaranna. Afsláttarlausu Orkustöðvarnar eru staðsettar á Dalvegi og Reykjavíkurvegi. Orkustöðvar eru um allt land og tryggja þannig lykilhöfum Orkunnar lágt verð hringinn í kringum landið. Orkulykillinn veitir stigvaxandi afslátt eftir keyptu magni. Viðskiptavinir Orkunnar geta einnig tengt Orkulykilinn sinn við ýmis góðgerðarmálefni og íþróttafélög og þannig látið gott af sér leiða í hvert sinn sem þeir taka eldsneyti.

Umhverfisþenkjandi viðskiptavinir Orkunnar geta nýtt hluta af afslætti sínum til þess að kolefnisjafna eldsneytiskaupin sín með Orkulyklinum gegnum Votlendissjóðinn, en Skeljungur er fyrsta íslenska olíufélagið til þess að bjóða upp á þann valkost að kolefnisjafna eldsneytiskaupin beint við dælu. Skeljungur rekur einnig fjórar birgðastöðvar sem og sitt eigið7dreifikerfi.

Dótturfélagið Basko: Basko rekur 14 Kvikk verslanir við bensínstöðvar Orkunnar auk þriggja 10 -11 verslana, eina verslun undir nafninu Kvosin auk verslunar á Akureyri og verslunar í Keflavík. Samtals er Basko því með 19 þægindaverslanir sem leggja áherslu á góðar staðsetningar, gott aðgengi, langan opnunartíma og vöruval sem miðað er að þörfum þeirra sem eru mikið á ferðinni og vilja grípa eitthvað með sér. Verslanirnar á Akureyri og í Keflavík eru stærri í fermetrum talið og vöruvalið mun meira. Báðar verslanirnar eru mjög vel staðsettar og opnar allan sólahringinn.
Skeljungur festi kaup á öllu hlutafé Basko í lok ágústmánaðar 2019. Vinna við að innleiða stefnur og reglur Skeljungs í rekstur Basko er því stutt á veg komin.

Dótturfélagið P/F Magn: Magn rekur 11 smásölu- og bensínstöðvar víðs vegar um Færeyjar þar sem lögð er áhersla á góða þjónustu ásamt fjölbreyttu vöruframboði. Magn er leiðandi í Færeyjum í sölu á eldsneyti til húshitunar. Í Færeyjum er mikill meirihluti fasteigna hitaður upp með olíu. Magn býður upp á alhliða þjónustu við heimili og fyrirtæki, þar sem viðskiptavinir þurfa einungis að skrá sig í áskrift og Magn sér um það að halda húsunum heitum, án þess að hafast þurfi nokkuð frekar að. Eftir kaup Magns á félaginu P/F Demich, sem sérhæfir sig í umhverfisvænum húshitunarlausnum mun Magn geta boðið upp á heildarlausnir í þjónustu tengdri húshitun, óháð því hvaða orkugjafa viðskiptavinir kjósa að nota. Magn rekur einnig tvær birgðastöðvar. Starfsemi Magns uppfyllir alþjóðlega staðla og er vottuð samkvæmt ISO 9001 fyrir gæðastjórnun, ISO 14001 fyrir umhverfisstjórnun og OHSAS 18001 fyrir alþjóðlegt vinnuöryggisstjórnunarkerfi. Fyrirtækið er undir árlegri endurskoðun DNV GL. Magn er eina fyrirtækið til þess að fá olíubirgðastöðvarnar sínar umhverfisvottaðar af Færeysku umhverfisstofnuninni.

Dótturfélögin Tollvörugeymsla Skeljungs ehf., Barkur ehf. og Íslenska vetnisfélagið ehf. starfa öll samkvæmt stefnum og reglum Skeljungs. En stefnur félagsins má finna á heimasíðu Skeljungs, undir stefnur og reglur. Starfsemi Íslenska vetnisfélagsins var lítil á árinu vegna öryggisráðstafana og viðhalds.

Nánar um öryggismál hjá Skeljungi má finna í kaflanum um öryggi í skýrslu þessari.


Hlutverk Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við samfélagið og umhverfi sitt.

Gildi Skeljungs eru:

-Áreiðanleiki: Stöðugleiki er í þjónustu okkar og við ávinnum okkur traust með heiðarleika og gæðum. Höfuðáhersla er lögð á öryggi fólks og umhverfis.

-Skilvirkni: Hagsýni einkennir alla okkar starfsemi. Stöðugt er unnið að umbótum til virðisaukningar fyrir alla okkar hagaðila

-Atorka: Atorka og framtakssemi drífa okkur áfram og við erum óhrædd við að prófa nýja hluti. Við leggjum okkur fram um að tryggja forystu Skeljungs.

 
Skeljungur vinnur að því að afla sér upplýsinga um birgja sína varðandi viðskiptasiðferði og skuldbindingar í loftslagsaðgerðum. 
Tveir helstu birgjar félagsins hafa hlotið A- og B einkunn frá the non profit Climate Disclosure Project fyrir loftslagsaðgerðir sínar.

   Skeljungur hefur átt í löngu og farsælu samstarfi við sinn stæðsta eldsneytisbirgi, sem er alþjóðlegt fyrirtæki, staðsett í Norður-Evrópu. 

Birginn hefur skýra stefnu varðandi öryggi og ábyrgann rekstur, megináhersla er lögð á að útvega orku á ábyrgan og öruggan máta. 
Þeir vinna samkvæmt vottuðum stöðlum og hafa einkunina AAA frá MSCI ESG Ratings.


   Annar stæðsti birgi Skeljungs selur íblöndunarefni fyrir bensín og dísel. Þeir eru þriðja sjálfbærasta fyrirtæki samkvæmt Global 100 Index.

   Á árinu 2019 voru engin óhöpp tilkynnt varðandi afhendingu eldsneytis til birgðarstöðva Skeljungs.

Sjá stefnu gegn spillingar- og mútumálum má nálgast hér.
Viðskipta- og siðareglur Skeljungs má nálgast hér.

 

Viðskiptaumhverfi

Meginstarfsemi félagsins er í orkugeiranum og í því felast tvær áskoranir, annars vegar að fullnægja vaxandi orkuþörf sem knúin er af miklum hagvexti og umfangi í ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Hins vegar vill félagið leggja sitt af mörkum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við ákvörðun sem tekin var á COP í París árið 2015.

Fimm megin áhrifaþættir á viðskiptalíkan Skeljungs eru þar af leiðandi:

• Pólitískir og lagalegir þættir: nýjar reglugerðir og breytingar á samkeppnislandslagi, svo sem viðbótarskattar og nýir staðlar.

•Umhverfisþættir: áhrif loftslagsbreytinga, t.d. áhersla á minni losun gróðurhúsalofttegunda.

•Fjárhagstengdir þættir: svo sem tilfærsla í endurnýjanlega orku og ferðaþjónustan. Fall WOW Air árið 2019 leiddi til að mynda til breytinga í greininni.

•Félagslegir þættir: Breyttar neysluvenjur með nýrri kynslóð neytenda, þörf fyrir einfaldleika og hraða. Þessi þáttur á sérstaklega við um smásöluna og tekur til aukningar á matvörukaupum á netinu eða þátta sem eru umfram verðlagningu svo sem upplifun, sjálfbærni og deilihagkerfi.

•Tæknilegir þættir: nýir orkugjafar og tæknivæðing. T.d. rafhleðslustöðvar, sem hægt er að nýta heima við eða  í stæðum við vinnu.


Viðskiptavinir

Með áreiðanleika, skilvirkni og atorku að leiðarljósi hefur Skeljungur byggt upp sterka innviði og trausta liðsheild þar sem þjónusta við viðskiptavini er í fyrirrúmi. Skeljungur leggur áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum upp á skýra valkosti og góða þjónustu. Skeljungur sýnir viðskiptavinum sínum virðingu og traust. Hjá Skeljungi hlustum við á viðskiptavininn og viljum af honum læra. Okkar einkunnarorð eru að það á að vera einfalt og þægilegt að eiga viðskipti við1Skeljung.

Til nánari útfærslu hefur Skeljungur sett sér viðskipta- og siðareglur þar sem meðal annars er komið nánar inn á heiðarleika í viðskiptum, samskipti við viðskiptavini, samkeppni og hagsmunaárekstra. Einnig hefur Skeljungur, í samræmi við staðla um samfélagslega ábyrgð, sett sér stefnu gegn spillingar- og mútumálum og auk þess stefnu um persónuvernd

Hér má nálgast viðskipta- og siðareglur Skeljungs

Stjórnarhættir

Stjórn og stjórnendur Skeljungs hf. leggja ríka áherslu á að í starfsemi félagsins séu góðir stjórnahættir hafðir að leiðarljósi. Góðir stjórnahættir eru að mati stjórnar og stjórnenda undirstaða bæði trausts og skilvirkni og efla þannig samband allra haghafa félagsins.

Þær reglur og leiðbeiningar varðandi stjórnarhætti, sem Skeljungur styðst við í starfsemi sinni, er að finna í lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, reglum Nasdaq Iceland hf. fyrir útgefendur fjármálagerninga,15. útgáfu af leiðbeiningum Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Nasdaq Iceland um stjórnarhætti fyrirtækja,2 (ICC reglur um stjórnarhætti) og hinum ýmsu reglum sem tengjast félaginu beint, til að mynda samþykktum félagsins, starfsreglum stjórnar og undirnefnda, viðskipta- og siðareglum, starfskjarastefnu félagsins, samfélagsábyrgðarstefnu og öðrum stefnuskjölum, sem finna má á heimasíðu félagsins og í umfjöllun félagsins um ófjárhagslega upplýsingagjöf.

Stjórn metur störf sín, verklag og starfshætti, frammistöðu forstjóra og formanns, óhæði stjórnarmanna og skilvirkni undirnefnda á hverju ári í aðdraganda aðalfundar. Vegna breytinga sem urðu á félagsstjórninni á aukahluthafafundi í maí 2019 og vegna ráðningar nýs forstjóra um miðjan ágúst 2019 ákvað stjórnin að framkvæma sjálfsmat með nafnlausri könnun í desember 2019, án utanaðkomandi ráðgjafa. Á árinu 2020 mun stjórnin ráðast í árangursmat með utanaðkomandi ráðgjafa, ásamt mati á frammistöðu forstjóra, líkt og framkvæmt var árið 2018. Skeljungur fylgdi á árinu 2019 leiðbeiningum um góða stjórnarhætti Viðskiptaráðs um góða stjórnarhætti o.fl. að öllu leyti, auk annarra innri og ytri reglna um stjórnarhætti.

 Hér er átt við samþykktir félagsins, starfsreglur stjórnar og undirnefnda, viðskipta- og siðareglur, starfskjarastefnu, samfélagsábyrgðarstefnu og aðrar stefnur, sem finna má á heimasíðu félagsins og í umfjöllun um ófjárhagslega upplýsingagjöf.

Stjórn Skeljungs

Í stjórn Skeljungs sitja fimm stjórnarmenn, kjörnir á hluthafafundi til eins árs í senn. Kynjahlutfall í stjórn er 60% karlar og 40% konur. Allir stjórnarmenn teljast óháðir í skilningi „Leiðbeininga Viðskiptaráðs um góða stjórnhætti“  fyrir utan Jón Ásgeir en hann telst ekki óháður stórum hluthöfum í félaginu. Allir stjórnamenn hafa gefið stjórninni skýrslu um eignir sínar í öðrum félögum, og að þátttaka þeirra í þeim hafi ekki áhrif á störf þeirra sem stjórnarmenn Skeljungs.

Stjórnarformaður sinnir ekki daglegum störfum hjá félaginu.

Stjórn Skeljungs hefur sett félaginu stefnu um samfélagslega ábyrgð. Stefnan snertir helstu haghafa Skeljungs, sem eru samfélagið í heild sinni, umhverfið, samstarfsaðilar og birgjar, viðskiptavinir og mannauður Skeljungs. Stjórnin beitir sér fyrir málefninu, veitir aðhald og kallar eftir umbótum eins og þörf þykir. Með setningu stefnu um samfélagsábyrgð sýnir Skeljungur vilja sinn til þess að sýna ábyrgð, sem þátttakandi í samfélaginu, og til þess að stuðla að heilbrigðara atvinnulífii.

Nafn og fæðingarár: Jens Meinhard Rasmussen, stjórnarformaður, fæddur árið 1974.
Fyrst kosinn í stjórn: Maí 2014.
Menntun: Cand. Jur., Kaupmannahafnarháskóla, 2005, skipstjórnarréttindi, Vinnuháskúlin Tórshavn, 1997.
Aðalstarf: Framkvæmdastjóri Skansi Offshore.
Starfsferill Framkvæmdastjóri Skansi Offshore síðan 2006; skipamiðlari, Atlantic Shipping, 2005-2006, fyrsti stýrimaður, Bornholmstrafiken, 2002-2004.
Önnur trúnaðarstörf: Stjórnarformaður P/F Magn, P/F Smyril Line og Sambands kaupskipaeigenda í Færeyjum. Stjórnarmaður í Alþjóða sjóflutningaráðinu (International Chamber of Shipping).
Eignarhluti í Skeljungi: Enginn.
Stöður hjá Skeljungi: Stjórnarformaður og nefndarmaður Skeljungs og stjórnarformaður P/F Magn, dótturfélags Skeljungs í Færeyjum.
Hagsmunatengsl: Engin.

Að mati tilnefningarnefndar Skeljungs er Jens Meinhard Rasmussen óháður félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum í félaginu, samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti.

 

 

Nafn og fæðingarár: Jón Ásgeir Jóhannesson, varaformaður, fæddur árið 1968.
Fyrst kosinn í stjórn: Maí 2019.
Menntun: Próf frá Verzlunarskóla Íslands.
Aðalstarf: Fjárfestir.
Starfsferill Stofnandi Bónus, forstjóri og stjórnarformaður Haga og síðar Baugur Group. Víðtæk stjórnunarreynsla, t.d. fyrir Iceland Foods og Magasin du Nord og fjölmörg önnur íslensk fyrirtæki. Sjálfstæður fjárfestir og ráðgjafi.
Önnur trúnaðarstörf: Varamaður í stjórn 365 miðla hf., prókúruhafi Apogee ehf.
Eignarhluti í Skeljungi: 365 miðlar hf. og önnur tengd félög eiga 242.500.000 hluti í Skeljungi. Alls um 11% hlut í Skeljungi. 365 miðlar eru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs.
Stöður hjá Skeljungi: Sæti í stjórn Skeljungs og í stjórn P/F Magns, dótturfélags Skeljungs í Færeyjum.
Hagsmunatengsl: Engin.

Að mati tilnefningarnefndar Skeljungs er Jón Ásgeir Jóhannesson óháður félaginu, daglegum stjórnendum þess en hins vegar ekki óháður stórum hluthöfum í félaginu, samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti.

Nafn og fæðingarár: Birna Ósk Einarsdóttir, stjórnarmaður, fædd árið 1976.
Fyrst kosin í stjórn: Maí 2015.
Menntun: AMP (Advanced Management Program), IESE Business School, 2015; M.Sc. í stjórnun og stefnumótun, Háskóli Íslands, 2008; B.Sc. í viðskiptafræði, Háskólinn í Reykjavík, 2001.
Aðalstarf: Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair hf.
Starfsferill Framkvæmdastjóri stefnumótunar og viðskiptaþróunar hjá Icelandair 2018. Framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar 2017-2018.
Samstæðureikningsskil Skeljungs hf. 2019
Ýmis sérfræði- og stjórnunarstörf hjá Símanum hf. frá 2001, t.a.m. framkvæmdastjóri yfir sölu- og þjónustusviði, markaðsstjóri, forstöðumaður verkefnastjórnunar og mannauðs- og markaðsmála.
Önnur trúnaðarstörf: Engin.
Eignarhluti í Skeljungi: Enginn.
Stöður hjá Skeljungi: Stjórnarstörf og seta í undirnefndum stjórnar Skeljungs. Stjórnarseta hjá dótturfélagi Skeljungs í Færeyjum, Magn P/F.
Hagsmunatengsl: Engin.

Að mati tilnefningarnefndar Skeljungs er Birna Ósk Einarsdóttir óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum í félaginu, samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti.Nafn og fæðingarár: Ata Maria Bærentsen, stjórnarmaður, fædd árið 1983.
Fyrst kosin í stjórn: Mars 2019.
Menntun: B.A gráða frá Kaupmannahafnarháskóla 2007, Cand. Jur. frá sama háskóla 2010, lögmaður frá 2014, félagi í danska lögmannafélaginu.
Aðalstarf: Framkvæmdastjóri og aðalritari stjórnar Saxo Bank A/S.
Starfsferill Áður var Ata yfirlögfræðingur og ritari hjá NNIT A/S, yfirlögfræðingur hjá Kaupmannahafnarflugvöllum (A/S), lögmaður á lögmannsstofunni Gorrissen Federspiel (Kaupmannahöfn), lögfræðingur í utanríkisráðuneyti Danmerkur.
Önnur trúnaðarstörf: Engin.
Eignarhluti í Skeljungi: Enginn.
Stöður hjá Skeljungi: Stjórnarstörf og seta í undirnefndum stjórnar Skeljungs. Stjórnarseta hjá dótturfélagi Skeljungs í Færeyjum, Magn P/F.
Hagsmunatengsl: Engin.

Að mati tilnefningarnefndar Skeljungs er Ata Maria Bærentsen óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum í félaginu, samkvæmt skilgreiningu í leið

Nafn og fæðingarár: Þórarinn Arnar Sævarsson, stjórnarmaður, fæddur árið 1969.
Fyrst kosinn í stjórn: Maí 2019.
Menntun: Löggildur fasteignasali. Próf frá Vélskóla Íslands og Skipstjórnarskólanum ásamt flugþjálfun.
Aðalstarf: Stjórnarformaður Kaldalóns hf., löggildur fasteignasali, svæðisstjóri hjá RE/MAX á Íslandi og ráðgjafi hjá Kontakt fyrirtækjaráðgjöf.
Starfsferill Fjórtán ára reynsla af sjávarútvegi. Nærri tuttugu ára reynsla af kaupum, sölu og þróun fasteigna á fasteignamarkaðinum. Fjárfestingaverkefni í ráðgjafarfyrirtækjum, sprotafyrirtækjum og tæknifyrirtækjum. Stofnun fasteignasölukeðja á Íslandi og erlendis. Þórarinn er sérleyfishafi hjá RE/MAX á Íslandi og jafnframt eigandi og stjórnarmaður í því fyrirtæki. Hann er einnig eigandi félagsins Kontakt fyrirtækjaráðgjöf og eigandi og stjórnarmaður í eftirfarandi félögum: Loran ehf., RPF ehf. og IREF ehf.
Önnur trúnaðarstörf: Stjórnarformaður Kaldalóns hf., í stjórn Remax á Íslandi, Loran ehf., RPF ehf. og IREF ehf.
Eignarhluti í Skeljungi: Þórarinn á 182.999.909 hluti í Skeljungi gegnum félögin Loran ehf., Premier eignarhaldsfélag ehf., RPF ehf. og IREF ehf. Alls um 8,5% hlut í Skeljungi.
Stöður hjá Skeljungi: Stjórnarstörf og seta í undirnefndum stjórnar Skeljungs. Stjórnarseta hjá dótturfélagi Skeljungs í Færeyjum, Magn P/F.
 Hagsmunatengsl: 9,25% eignarhlut í Kviku hf., sem á u.þ.b. 8,89% hlut í Skeljungi.

  Að mati tilnefningarnefndar Skeljungs er Þórarinn Arnar Sævarsson óháður félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum í félaginu, samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti. Vakin er þó athygli á því að samkvæmt mati nefndarinnar á Þórarinn hagsmuna að gæta sem eigandi félaga sem eru hluthafar í Skeljungi hf. en er þó óháður stórum hluthöfum í skilningi nefndra leiðbeininga.

Fjölbreytni stjórnar

Undirnefndir

Á liðnu starfsári störfuðu þrjár undirnefndir stjórnar, auk tilnefningarnefndar sem er undirnefnd hluthafa
Vekja ber athygli á því að eftir aðalfund 2019 voru nokkrir stjórnarmenn á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund tilnefndir í undirnefndir, en á hluthafafundi í maí 2019 var kjörin ný stjórn og þar með nýir nefndarmenn skipaðir í undirnefndir félagsins í kjölfarið.Hér á eftir eru þeir stjórnarmenn tilgreindir sem tóku sæti í nefndum í kjölfar síðarnefnda hluthafafundarins. Full mæting var á nánast alla fundi undirnefnda stjórnar á síðasta ári.
Hlutverk tilnefningarnefndar er að tilnefna einstaklinga til stjórnarsetu hjá Skeljungi. Tveir utanaðkomandi aðilar, annar með reynslu af ráðningum og hinn lögfróður, skulu kosnir árlega á aðalfundi félagsins, til setu í nefndinni til eins árs í senn. Þriðji nefndarmaðurinn skal tilnefndur af stjórn.

Á aðalfundi Skeljungs 2019 kusu hluthafar í nefndina Katrínu S. Óladóttur, framkvæmdarstjóra Hagvangs, og Sigurð Kára Árnason, yfirlögfræðing hjá heilbrigðisráðuneyti Þá tilnefndi stjórn Skeljungs Þórarinn Arnar Sævarsson, stjórnarmann, til setu í nefndinni. Öll eru þau óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum í félaginu, samkvæmt skilgreiningu leiðbeininga Verslunarráðs um góða stjórnarhætti. Þórarinn á hins vegar, sem eigandi félaga sem eru hluthafar í Skeljungi, hagsmuna að gæta en telst samt sem áður óháður stórum hluthöfum í skilningi nefndra leiðbeininga. Á fyrsta fundi nefndarinnar var Sigurður Kári kjörinn formaður nefndarinnar. Við staðfestingu starfsháttayfirlýsingar þessarar hefur nefndin komið saman níu sinnum vegna undirbúnings tillögu fyrir aðalfund 2020, ýmist með eða án stjórnarmannsins eftir því hvert viðfangsefni fundanna var. Full mæting var á fundum nefndarinnar af hálfu hinna utanaðkomandi aðila en eðli málsins samkvæmt sat sá nefndarmaður sem tilnefndur er af stjórn í nefndinni ekki nema hluta af fundunum.
Hefur nefndin fundað bæði með stjórnarmönnum félagsins, forstjóra og þeim hluthöfum og frambjóðendum sem eftir því hafa óskað.

Starfsreglur nefndarinnar má finna á hér

Endurskoðunarnefnd er undirnefnd stjórnar Skeljungs og er sem slík skipuð af stjórn til eins árs í senn, á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Markmið hennar er að leitast við að tryggja gæði ársreikningaskila, annara fjármálaupplýsinga og óhæði endurskoðenda. Endurskoðendanefnd ber að starfa í samræmi við íslensk lög, reglur og og góða stjórnarhætti. Á starfsárinu 2019-2020 sátu í nefndinni stjórnarmennirnir Ata Maria Bærentsen, Birna Ósk Einarsdóttir og Helena Hilmarsdóttir, löggiltur endurskoðandi. Helena var kjörin formaður nefndarinnar.
Öll eru þau óháð félaginu, daglegum stjórnendum, stórum hluthöfum og endurskoðendum þess. Nefndin fundaði sex sinnum, auk funda með stjórn, og var full mæting á fundum nefndarinnar. Nefndin fundaði jafnframt með ytri endurskoðendum félagsins og framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Starfsreglur nefndarinnar má finna hér.

Starfskjaranefnd er jafnframt undirnefnd stjórnar Skeljungs og þannig skipuð af stjórn til eins árs í senn, á fyrsta fundi eftir aðalfund. Samkvæmt starfsreglum nefndarinnar er markmið nefndarinnar er að auka á skilvirkni, skerpa á verklagi og efla starfshætti stjórnar er snúa að starfskjörum innan félagsins.
Á starfsárinu 2019-2020 sátu í nefndinni Jens Meinhard Rasmussen og Birna Ósk Einarsdóttir stjórnarmenn. Bæði eru þau óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum. Jens Meinhard var kjörinn formaður nefndarinnar. Nefndin fundaði sex sinnum á árinu, auk funda og samskipta við aðra aðila, þ.m.t. utanaðkomandi ráðgjafa. Full mæting var á alla fundi nefndarinnar.

Starfsreglur nefndarinnar má finna hér.

Stefna um fjölbreytileika

Að mati félagsins leiðir fjölbreytileiki í hæfni og sjónarmiðum stjórnarmanna og stjórnenda til betri skilnings á félaginu og málefnum þess. Hann gerir stjórnarmönnum og stjórnendum betur kleift að skora á hólm viðteknar skoðanir og ákvarðanir og auðvelda hugmyndum um nýjungar að fá þann meðbyr sem nauðsynlegur kann að vera. Fjölbreytileikinn eykur jafnframt yfirsýn stjórnenda og styður þannig farsæla stjórnun félagsins. Skeljungur hefur sett sér skriflega stefnu um fjölbreytileika en hún kemur fram með ýmsum hætti í starfsháttum félagsins.

Stofnuð hefur verið tilnefningarnefnd, sem hefur það að skráðu markmiði og aðalstarfi að tryggja að stjórn félagsins hafi yfir að búa breidd í hæfni, reynslu og þekkingu. Félagið hefur sett sér jafnréttisstefnu, sem mælir fyrir um ákveðnar greiningar á jafnréttismálum og aðgerðaráætlanir út frá þeim.

Auglýsingar um störf hjá félaginu eru ekki kynjamiðaðar og við ráðningar er litið til kynjahlutfalla. Þá er í viðskipta- og siðareglum gefið loforð um að starfstengdar ákvarðanir skuli byggðar á viðeigandi hæfni, verðleikum, frammistöðu og öðrum starfstengdum þáttum. Félagið mun ekki sætta sig við mismunun. Jafnframt kemur þar fram að hlutverk starfsmanna sé að bera virðingu fyrir hverjum og einum, sem og ólíkum sjónarmiðum og að skilja það verðmæti sem fólgið er í fjölbreytileikanum.

Á árinu 2019 töldu konur um 18% af mannauði félagsins. Konur undir þrítugu töldu um 3.3%, konur á aldrinum þrjátíu til fimmtíu ára töldu um 6,7% og konur fimmtíu ára og yfir 7,8%.

Karlmenn flokkuðust þannig: undir þrítugu töldu um 7,8% af mannauði félagsins. Karlar á aldrinum þrjátíu til fimmtíu ára voru um 39,3% og karlmenn yfir fimmtíu ára töldu um 34,8%.